Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 204
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Sóknir
Stórólfshvolssókn
Ibúar Stórólfshvolssóknar voru 722
hinn 1. des. 1995, en voru 11 fleiri ári fyrr.
Starfið í söfnuðinum fór eftir venju síðustu
ára. Messað var 21 sinni, barnaguðsþjón-
ustur voru 23 og aðrar guðsþjónustur 5. í
kirkjunni voru skírð 5 börn og 21 fermdist.
Ein hjón voru þar saman gefin - á Jóns-
messunótt. Tvennt var jarðsett í Stórólfs-
hvolskirkjugarði á árinu.
Kirkjukórinn starfaði með hefðbund-
nurn hætti undir stjórn Gunnars Mar-
mundssonar, organista. Gunnar hefur einn-
ig tekið þátt í barnastarfinu undanfarin ár
og leikið þar á harmoniku.
I árslok barst auglýsing frá ráðherra
kirkjumála þess efnis að Stórólfshvolssókn
flytjist frá Oddaprestakalli til Breiðabóls-
staðarprestakalls hinn 1. júlí 1996. Er þetta
í samræmi við ákvæði laga nr. 62 frá 1990
um skipan prestakalla og prófastsdæma og
um starfsmenn Þjóðkirkju Islands, en
fullnustu þessa ákvæðis hefur verið frestað
ár frá ári síðan lögin tóku gildi.
Sóknarnefnd Stórólfshvolssóknar var
þannig skipuð í lok ársins 1995:
Guðrún Ormsdóttir, formaður.
Guðjón Guðmundsson.
Oddur Helgi Jónsson.
Ómar Þ. Halldórsson.
Sigurlín Óskarsdóttir.
Safnaðarfulltrúi er Hákon Guðmunds-
son, Hvolsvelli.
Keldnasókn
69 sóknarbörn heyrðu Keldnasókn til
samkvæmt þjóðskrá 1. des. 1995. Hafði
þeim fækkað um 8 frá árinu áður. Messað
var alls 6 sinnum í Keldnakirkju á árinu.
Þar var skírt eitt barn og ein útför var þar
gerð. Sem fyrr er Halldór Óskarsson
organisti við kirkjuna.
Hafist var handa um að stækka og
lagfæra Keldnakirkjugarð. Hlaðinn var nýr
grjótveggur urn garðinn norðan og austan-
verðan. Víglundur Kristjánsson hleðslu-
meistari á Hellu annast verkið, en hann
hefur einnig hlaðið upp veggi í gamla
Keldnabænum á undanförnum árum.
Sóknarnefnd Keldnakirkju er óbreytt
frá fyrra ári. Hana skipa:
Drífa Hjartardóttir, Keldurn, formaður.
Oddný Sæmundsdóttir, Gunnarsholti.
Skúli Lýðsson, Keldum.
Safnaðarfulltrúi er Drífa Hjartardóttir,
Keldum.
Kirkjuhvolsprestakall
/
Kálfholts-, Hábæjar- og Arbæjarsóknir
Safnaðarstarf hefur að mestu verið ven-
jubundið. Sóknarprestur prédikar, fræðir
fermingarbörn og heldur samverustundir
með yngri börnum, bæði í Þykkva-
bæjarkirkju og að Laugalandi, annast
prestverk, heimsækir fólk til að fylgjast
með því og tekur þátt í ýmsu starfi sem er
á döfinni. Kirkjufólkið allt annast hvert
annað á margan máta. Vinátta safnaðanna
skyldi aldrei vanmetin, hún lætur ekki
alltaf mikið á sér bera, en hún er dýrmæt
og ef hún væri ekki til myndi draga fyrir
sólu.
Um hverja kirkju prestakallsins, Árbæj-
arkirkju, Kálfholtskirkju og Þykkva-
bæjarkirkju standa þéttir kjarnar og allt
safnaðarfólkið tilheyrir kirkju sinni eins og
það kýs sér, en allir eru mikilvægir. Við
-202-