Goðasteinn - 01.09.1996, Page 205
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Sóknir
messum nú þrisvar í mánuði yfir veturinn,
einu sinni í hverri kirkju, en bregðum út af
og færum messur til ef svo ber undir. A
sumrin höldum við helst kvöldmessur.
Kirkjukórarnir standa allir fyrir blómlegu
starfi og hafa endurnýjast bæði með fólki
sem hefur flutt inn í söfnuðina og með
ungu fólki sem kemur í kórana. Þarf
engum að segja hvað þetta er mikið
gleðiefni. Kirkjukórar eru afar merkar
menningarstofnanir. í Kálfholtskirkju
hefur Eyrún Jónasdóttir í Kálfholti komið
til starfa með Grétari Geirssyni í Ashól
sem hefur nú lengi verið organisti þar.
Hæfileikar þeirra fara afar vel saman. í
Þykkvabæjarkirkju er Nína Morávek
organisti og Eyrún keniur þangað reglu-
bundið til að vinna með henni og kórnum.
Nína menntar sig jafnt og þétt í tónlistinni.
Hannes Birgir Hannesson er organistinn í
Arbæ. Hann annaðist með hjálp söng-
málastjóra kaup á nýju orgeli sem var vígt
í jólamessunni á annan jóladag. Þá söng
kirkjukórinn og Margrét Oðinsdóttir söng
einsöng. Hún er systir Hrafnkels í Snjall-
steinshöfða. Nýja orgelið er harmóníum,
keypt frá Italíu. Það var keypt fyrir fé úr
orgelsjóði Arbæjarkirkju sem var stofn-
aður til minningar um hjónin á Arnkötlu-
stöðum, Steinunni Bjarnadóttur og Hannes
Friðriksson, á 100 ára afmæli kirkjunnar,
8. nóvember 1987. Afkomendur þeirra
hjóna stofnuðu sjóðinn og margt annað
kirkjutolk færði þangað gjafir.
I fyrra voru átta börn í fermingar-
fræðslu og fermdust í vor. Fjögur voru í
Arbæjarsókn, Hrafnhildur Karlsdóttir,
Jónas Albert Þórðarson, Ketill Vilhjálms-
son og Valtýr Bjarki Valtýsson. Tvö fer-
mdust í Kálfholtskirkju, Erlingur Grétar
Einarsson og Hjördís Rut Albertsdóttir og
tvö í Þykkvabæjarkirkju, María Berg
Guðnadóttir og Erla Soffía Þórðardóttir.
Sigurður Grétar Sigurðsson guðfræðinemi
hélt æskulýðsfundi í hverjum mánuði með
fermingarbörnunum og tengdi þau við
æskulýðsstarf allrar kirkjunnar í héraðinu.
Sjö skírnarbörn tengd prestakallinu eru
færð í kirkjubókina, sum búa hér en sum
ættuð héðan en búa í Reykjavík. Þessi litlu
börn eru Brynjar Gísli og Gíslína Björg í
Meiri-Tungu, Sólrún í Hábæ, Heimir
Smári í Smáratúni, Karl Eyjólfur ættaður
úr Vatnskoti og Róbert ættaður úr Hávarð-
arkoti en þeir búa báðir í Reykjavík, og
Hilmar Smári í Neðra-Seli.
Ein brúðhjón tengd prestakallinu eru
færð í kirkjubókina árið 1995, Þjóðhildur
Þórðardóttir frá prestsetrinu í Þykkvabæ og
Stefán Baldvin Friðriksson. Þau búa í
Reykjavík.
Minningarorð um þau fimnr sem voru
jarðsett hér eru annars staðar í þessu riti.
Miklar endurbætur voru gerðar á
Þykkvabæjarkirkju. Veggir voru endur-
bættir að utan og dyr settar á suðurhlið. Ný
hvít gluggatjöld voru sett fyrir suðurglugga
sem áður voru lokaðir með þykkum tjöld-
um. Kirkjugarðurinn er jafnan afar vel
snyrtur. Kristjón Pálmarsson í Tobbakoti
slær garðinn, ættingjar annast leiðin og
kirkjufólk annast trjárækt og blómabeð. I
Arbæjarkirkju voru steyptar nýjar tröppur.
Öllunr kirkjunum er vel við haldið og
kirkjugörðunum líka. Kirkjufólk allra saf-
naðanna má því hafa sóma af kirkjum
sínum og sóknarprestur má enn sem fyrr
hlakka til hverrar messu.
-203-