Goðasteinn - 01.09.1996, Side 206
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Sóknir
Fellsmúlaprestakall
Skarðssókn
Ibúar í Skarðssókn voru samkvæmt
síðustu íbúaskrá 116 talsins. Kirkjustarf í
sókninni er með hefðbundnu sniði, að öllu
jöfnu messað einu sinni í mánuði auk
stórhátíða. Þess á milli eru blessuð börnin
borin til skírnar, ungmenni fermd og látnir
samferðamenn bornir til grafar.
Barnastundir eru að jafnaði í
guðsþjónustum en auk þess hefur verið
komið á sanrstarfi við Laugalandsskóla
síðast liðin tvö ár um vikulegt barnastarf
fyrir yngstu nemendurna í skólanum á
veturna.
Kirkjukór Skarðskirkju leiðir
kirkjusöng í sókninni en stjórnandi hans er
Anna Magnúsdóttir á Hellu. Kemur hann
að jafnaði saman hálfsmánaðarlega til
æfinga ef sumarið er undanskilið.
Skarðskirkja var byggð árið 1931 og
vígð 24. sunnudag eftir þrenningarhátíð
það ár. Hefur henni alla tíð verið vel við
haldið. Hún er hituð upp með heitu vatni
og hefur nýlega verið máluð að utan.
í sóknarnefnd sitja Guðni Kristinsson,
Skarði, formaður, Elínborg Sváfnisdóttir,
Hjallanesi og Margrét Gísladóttir, Vindási.
Varamenn eru Valmundur Gíslason,
Flagbjarnarholti, Fjóla Runólfsdóttir,
Skarði og Olafur Andrésson, Húsagarði.
Safnaðarfulltrúi er Magnús Kjartansson,
Hjallanesi.
Marteinstungusókn
Samkvæmt síðustu íbúaskrá voru íbúar
í Marteinstungusókn 76, þar af 41 karl-
maður og 35 konur. Kirkjustart' í sókninni
er með hefðbundnu sniði. Að jafnaði er
messað í Marteinstungukirkju annan hvern
mánuð, auk helgihalds á stórhátíðunr.
Sameiginlegur kór Marteinstungu- og
Hagakirkna leiðir söng í guðsþjónustum
þessara kirkna, en organisti er Hanna
Einarsdóttir.
I sóknarnefnd sitja Sigrún Ingólfsdóttir,
Götu, formaður, Jóna Valdimarsdóttir,
Raftholti og Katrín Samúelsdótlir, Pulu.
Safnaðarfulltrúi er Olgeir Engilbertsson,
Nefsholti.
Hagasókn
I Hagasókn eru samkvæmt síðustu
íbúaskrá 59 sóknarbörn, þar af 33 karlar og
26 konur. Um kirkjustarf í sókninni er það
sama að segja og í Marteinstungusókn.
Guðsþjónustur eru haldnar til skiptis í
kirkjunum og sameiginlegur kór syngur
við guðsþjónusturnar og aðrar athafnir.
Sanra gildir um barnastarfið í Haga- og
Marteinstungusóknum og áður hefur verið
lýst í Skarðssókn.
í sóknarnefnd sitja Þórdís Ingólfsdóttir,
Kambi, formaður, Guðni Guðmundsson,
Þverlæk og Guðrún Kjartansdóttir,
Stúfholtshjáleigu. Safnaðarfulltrúi er
Hólmfríður Hjartardóttir, Ketilsstöðum.
-204-