Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 209
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Kvenfélög
Kvenfélög í Rangárþingi
I Rangárþingi starfa 12 kvenfélög, en
þau eiga öll aðild að Sanrbandi sunnlenska
kvenna. Þessi félög eru:
Kvenfélag Fljótshlíðar
Kvenfélag Oddakirkju
Kvenfélagið Bergþóra, V.-Landeyjum
Kvenfélagið Eining, Holta- og Land-
sveit
Kvenfélagið Eining, Hvolhreppi
Kvenfélagið Eygló, V.-Eyjafjöllum
Kvenfélagið Fjallkonan, A,-
Eyjafjöllum
Kvenfélagið Framtíðin, Asahreppi
Kvenfélagið Freyja, A.-Landeyjum
Kvenfélagið Lóa, Holta- og Landsveit
Kvenfélagið Sigurvon, Djúpárhreppi
Kvenfélagið Unnur, Rangárvöllum
Hér á eftir fara frásagnir um starf þeirra
á árinu 1995.
Kvenfélag Fljótshlíðar
í Kvenfélagi Fljótshlíðar eru nú 27
konur. Margar ungar konur hafa gengið í
félagið síðustu árin og er það vel.
Stjórn félagsins skipa: Kristín Aradóttir
formaður, Sigríður Viðarsdóttir gjaldkeri
og Helga Jörundsdóttir ritari.
Félagið styrkir hin ýmsu líknar- og
menningarmál. Fer fjáröflun fram með
kaffisölu, blómasölu og einnig seijum við
brodd á dvalarheimili í Reykjavík.
Kvenfélagið heldur þrjá fundi yfir árið,
haustfund í október, aðalfund í janúar og
vorfund í apríl.
Ymislegt er sér til gamans gert, nám-
skeið eru haldin sem kvenfélagið styrkir
gjarnan. Baðstofukvöld er haldið hjá ein-
hverri félagskonu í nóvember og koma
konur þá saman hver með sína „hnallþóru“
og er gjarnan tekið í spil, tekið lagið og
spjallað saman fram eftir kvöldi. Fyrir
jólin komum við saman í félagsheimilinu
Goðalandi og skerunr út laufabrauð af
mikilli snilld. Jólaball er haldið fyrir börn-
in og einnig stöndum við fyrir Góuballi og
bjóðum þá gjarnan kvenfélögum úr
nágrannasveitum. Einnig er kaffisala hjá
okkur 17. júní.
Kvenfélagið á sumarhús í Butruenni,
sem félagskonur konru upp á sínum tíma
og hafa þær leigt hann út til hinna ýmsu
félagasamtaka og einstaklinga. Yfirleitt er
komið þar saman á vorin og tekið til
hendinni úti og inni og endað með grill-
veislu í skóginum. Leggja konur á sig
ómælda vinnu og óeigingjarnt starf í þágu
félagsins.
Oft er brugðið á leik og oftast er farin
ein leikhúsferð á vetri og ein sunrarferð. I
vetur fórum við að sjá „Þrek og tár“ í
Þjóðleikhúsinu við góðar undirtektir og í
sumar var farin menningarferð til Reykja-
víkur. Farið var á söfn og endað í veislu úti
í Viðey í yndislegu sumarveðri.
Viðfangsefni eru mörg og margvísleg
og er það von okkar að starf félagsins
verði farsælt um ókomna framtíð.
Helga Jörundsdóttir.
-207-