Goðasteinn - 01.09.1996, Page 210
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Kvenfélög
Kvenfélag Oddakirkju
Mikið var starfað í Kvenfélagi Odda-
kirkju á liðnu ári eins og svo oft áður.
Enda konur þeim ósköpum gæddar að ætla
sér einatt um of og hlífa sér hvergi ef um
góðan málstað er að ræða. Sannarlega er
það góður málstaður að vinna í kvenfélagi
kirkjunnar sinnar og styrkjast þannig í
trúnni um leið og félagsþörfinni er full-
nægt. Um sögu félagsins vísa ég til ann-
álsins í Goðasteini 1995 en rek hér í fáum
orðum það helsta sem á daga okkar dreif
árið 1995.
Bingó voru haldin tvívegis. Þeim
stjórnaði Knútur Scheving með mikilli
prýði. Kirkjukaffi var selt tvisvar á árinu.
A sumardaginn fyrsta var seld súpa og
brauð fyrir tónlistarfólk sem tróð upp á
árlegu tónlistarkvöldi í Oddakirkju þann
dag.
Laugardagskvöldið 6. maí bauð félagið
heinr 5 kvenfélögum úr sýslunni. Boðið
var uppá ýmsa rétti, svo sem ostakökur og
osta og reynt að nýta allt það góða sem
framleitt er úr okkar ágætu landbúnaðar-
vörum. Félagar úr Harmonikufélagi
Rangæinga léku fyrir dansi auk þess sem
kvenfélagskonur, makar þeirra og börn sáu
um fjölbreytta skemmtidagskrá sem tókst
bara vel þótt ég segi sjálf frá! Þar var
frumsýnd leikritsgerð af þjóðsögunni
„Kölski smíðar brú“, en með aðalhlutverk
fóru Ragnhildur Einarsdóttir og Sigurður
Jónsson. Vil ég nota tækifærið og þakka
öllum sem að þessu stóðu fyrir frábæra
frammistöðu og gestunum fyrir að koma
og skemmta sér með okkur þessa kvöld-
stund í Hellubíói.
Þá hélt kvenfélagið kökubasar í fjár-
öflunarskyni sem gekk vel. Einnig tókum
við þátt í pylsusölu á Töðugjöldunum í
ágúst ásamt öðrum kvenfélögum í Hellu-
læknishéraði. Fastir liðir eins og kaffisala
17. júní, jólaball með Kvenfélaginu Unni,
heimsókn að Dvalarheimilinu Lundi með
veitingar og sláturgerð þar ásamt hinum
kvenfélögunum í læknishéraðinu voru allir
á sínum stað og allar kvenfélagskonurnar
lögðu sitt af mörkum þrátt fyrir mikið
annríki heimafyrir og á sínum vinnu-
stöðum.
Það er a.m.k. eitt hægt að læra á því að
vera í kvenfélagi og það er að konur eru
óþrjótandi uppspretta vinnu- og samvisku-
semi og fáar hendur geta unnið mikið verk
án þess að nokkur taki eftir því! Ég held
að við þurfum engu að kvíða meðan þessi
kvenfélagskynslóð er enn á meðal vor!
Stjórn Kvenfélags Oddakirkju var
þannig skipuð árið 1995:
Jóhanna Friðriksdóttir, formaður.
Fríður Norðkvist Gunnarsdóttir,
varaformaður.
Þórný Oddsdóttir, gjaldkeri.
Svanborg Jónsdóttir, ritari.
Margrét Bjarnadóttir, meðstjórnandi.
Anna Helga Kristinsdóttir, varamaður.
Jóhanna Friðriksdóttir
Kvenfélagið Bergþóra
Félagið var stofnað 7. nóvember 1935
og átti þar af leiðandi 60 ára afmæli á árinu
1995. I tilefni þessara tímamóta bauð það
félagskonum ásamt mökum til kvöldverðar
og síðan í leikhús. Fyrir valinu varð leikrit-
ið „Þrek og tár“ í Þjóðleikhúsinu. Var þetta
ánægjuleg ferð og vel heppnuð í alla staði.
-208-