Goðasteinn - 01.09.1996, Page 211
ANNÁLAR Goðasteinn 1996 Kvenfélög
Fjórar konur voru gerðar að heiðurs-
félögum. F.v. Magnea Agústsdóttir, Vigdís
Sigurðardóttir og Pálína Guðjónsdóttir. A
myndina vantar Ingibjörgu Jónsdóttur.
Kvenfélagið Eining,
Starf kvenfélagsins Einingar hófst árið
1995 með því að Sigurlaug Steingríms-
dóttir á Hárlaugsstöðum hélt tölvunám-
skeið með 6 þátttakendum. Hófst það 30.
janúar og voru nemendur ánægðir með
árangurinn.
Þann 11. febrúar fórum við í leikhús-
ferð til Reykjavíkur og sáum Leynimel 13.
Þann 6. mars bauð Jóna í Raftholti
öllum félagskonum heim og þar var hald-
inn kvenfélagsfundur. Var það nýbreytni,
þar sem félagsfundir eru alltaf haldnir að
Laugalandi.
Miðvikudaginn 8. mars hófst námskeið
í postulínsmálningu. Kennari var Ingunn
Jensdóttir, en hún hefur nokkrum sinnum
áður haldið slík námskeið á Laugalandi og
þátttaka ávallt verið góð.
Sameiginlegur fundur kvenfélaganna
Lóu, Lramtíðar og Einingar var haldinn 7.
apríl og kom þá meðal annars Katrín Þór-
kelsdóttir og sýndi slæðuhnýtingar.
Laugardagskvöldið 6. maí þáðum við
heimboð Kvenfélags Oddakirkju og var
Á aðalfundi félagsins voru fjórar konur
gerðar að heiðursfélögum í tilefni afmæl-
isins. Það voru þær Vigdís Sigurðardóttir
Skeggjastöðum, Pálína Guðjónsdóttir
Berjanesi, Magnea Ágústsdóttir Hemlu og
Ingibjörg Jónsdóttir frá Vestra-Fíflholti.
Félagið starfaði að öðru leyti með
líkum hætti og undangengin ár.
Þær tekjur sem inn hafa komið hafa
farið til líknar- og menningarmála innan
sveitar sem utan.
í félaginu eru 25 félagskonur og
heiðursfélagar eru 10 konur.
Stjórn félagsins árið 1995 skipa:
Hildur Ágústsdóttir formaður, Ásdís Krist-
insdóttir gjaldkeri og Elín Jónsdóttir ritari.
Hildur Agústsdóttir
Holta- og Landsveit
það ákaflega vel heppnað og skemmtilegt
kvöld.
Þriðjudaginn 22. ágúst fórum við í
ferðalag nreð eldri borgara í Hellu-
læknishéraði. Farið var í Landmannalaugar
með viðkomu í Landmannahelli og ekið
um virkjanasvæðið við Tungnaá í bakaleið.
Þessari ferð lauk nreð því að drukkið var
kaffi á Leirubakka þar sem húsráðendur
skemmtu okkur með söng.
Þann 3. september tókum við þátt í
söfnun Rauða krossins fyrir konur og börn
í fyrrum Júgóslavíu og Víetnam. I nóvem-
ber og desember voru haldin nokkur nám-
skeið, svo sem jólakúlugerð, þurrskreyt-
ingar, endurvinnsla pappírs og grænlensk-
ur perlusaumur svo eitthvað sé nefnt.
Barnaskemmtun var haldin milli jóla og
nýárs.
Fjáröflun er sem fyrr af kaffi og veit-
ingasölu og rennur ágóði af því til líknar-
og menningarmála.
Vilborg Gísladóttir formaður
-209-