Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 212
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Kvenfélög
Kvenfélagið Eining, Hvolhreppi
Starfsemi Kvenfélagsins Einingar í
Hvolhreppi var með hefðbundnu sniði á
árinu 1995. Fræðslufundir voru tveir,
annar um fatastil og litaval með Önnu
Gunnarsdóttur og hinn í samvinnu við ITC
Stjörnu um beinþynningu. Gunnar
Sigurðsson yfirlæknir á Borgarspítala kom
og fræddi okkur um beinþynningu og
hvernig koma megi í veg fyrir hana, en
konur á miðjum aldri eru í mestri hættu á
að verða fyrir barðinu á henni. Með styrk
frá konum í hinum ýmsu kvenféiögum
hefur verið keypt tæki í samvinnu við
Sjúkrahús Reykjavíkur sem mælir beinþét-
tni, og eru konur hvattar til að notfæra sér
það og láta mæla beinþéttni sína og stuðla
þannig að bættri líðan.
Kvenfélagskonur þágu boð Kvenfélags
Fljótshlíðar á árshátíð þeirra í mars, þar
sem þær nutu góðra skemmtiatriða og
veitinga og dönsuðu fram eftir nóttu.
Félagið styrkti ýmis félög og samtök
eins og áður. Má þar nefna Þroskahjálp,
Krýsuvíkursamtökin, Fangahjálpina Vernd,
Vímulausa æsku o.fl. Þá sáu félagskonur
um skipulagningu og söfnun fyrir Rauða
Krossinn í ágúst þegar safnað var fyrir
striðshrjáða í fyrrum Júgóslavíu. Við sel-
dum jólakort fyrir ABC hjálparstarf og
síðast og ekki síst seldum við jólakort fyrir
Sjúkrahússjóð SSK, en sjóðurinn er
notaður til kaupa á nauðsynlegum tækjum
fyrir Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi og
njótum við öll góðs af hverju jólakorti sem
selt er fyrir sjóðinn. Síðast var keypt
sónartæki ásamt Rauða kross-deildum
Arnes-og Rangárvallasýslu, og nú er
fyrirhugað að kaupa mónator og fæðingar-
rúm fyrir fæðingadeildina fyrir það fé sem
safnast með sölu kortanna í haust. Eins og
fram kom á ársfundi SSK í vor, sárvantar
Þrjár ötulustu konurnar í gegnum tíðina,
frá vinstri Kristín Þórarinsdóttir, Kristín
Guðmundsdóttir og Margrét Isleifsdóttir.
þessi tæki, og hefur þurft að senda fæðandi
konur til Reykjavíkur vegna þess. Á límum
samdráttar í heilbrigðiskerfinu er okkur
nauðsynlegt að sjá svo til að Sjúkrahúsið
hafi jafnan yfir að ráða þeim tækjum sem
þarf til að þjónustan við okkur sé sú sem
við viljum hafa, og ekki getum við búist
við að hafa yfir að ráða hæfu og góðu
starfsfólki ef tækin vantar.
Fjáröflun okkar er í nokkuð föstum
skorðum. Við seljum kaffi á firmakeppni
Hvolhreppsdeildar hestamannafélagsins í
apríl, höldum kökubasar og vöfflusölu í
upphafi jólaföstu og seljum blóm fyrir
bóndadag. Við héldum árshátíð í október
og buðum til okkar Kvenfélagi Selfoss.
Jólatrésskemmtun var milli jóla og nýárs,
og páskabingó var haldið að venju fyrir
páskana. Við tókum þátt í skipulagningu
17. júní hátíðahaldanna og stóðum fyrir
skipuiögðum göngudögum frá júní til
ágúst þar sem gengið var tvisvar í viku,
klst. í senn. Við fórum í sumarferðalag um
Borgarfjörð í byrjun júlí, skoðuðum skóg-
ræktina í Skorradal, snæddum nesti í
fallegum skógarlundi og nutum leiðsagnar
-210-