Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 213
ANNALAR
Goðasteinn 1996 Kvenfélög
skógarvarðar um svæðið. Við skoðuðum
kirkjuna á Fitjum, en hún hefur nýlega
verið gerð upp af ábúendum staðarins.
Nutum við þar leiðsagnar og gestrisni
heimilisfólks og gaman er að sjá hve öllu
er þar vel við haldið, en búseta er þar
aðeins að sumrinu til. Við komum svo við í
ullarselinu á Hvanneyri og skoðuðum
kirkjuna á Borg á Mýrum og að lokum var
snæddur kvöldverður í Borgarnesi.
Stjórn félagsins skipa Bára Sól-
mundsdóttir, Elínborg Valsdóttir og
Benedikta Steingrímsdóttir. Meðstjórnen-
dur: Hulda Björgvinsdóttir og Guðrún
Arnadóttir.
Bára Sólmundsdóttir.
Kvenfélagið Eygló, V.-Eyjafjöllum
Kvenfélagskonur brugðu undir sig betri
fætinum snemma árs 1995. Kannaðar voru
nýjar slóðir að Höfðabrekku í Mýrdal. Þar
borðuðum við kvöldverð saman og áttum
þar skemmtilegt kvöld — mikið sungið og
hlegið. Síðan gistum við þar um nóttina og
fórum heim um hádegi daginn eftir, allar
alsælar eftir góðar viðtökur á þessum
indæla stað.
17. júní var haldinn hátíðlegur að vanda
með Ungmennafélaginu Trausta.
Eldri borgurum úr Landeyjahreppum
og okkar sveit var boðið í skemmtiferð út í
Arnessýslu. Þessar ferðir eru samvinna
þriggja kvenfélaga og hafa heppnast
ágætlega.
Félagskonur unnu mikið fyrir jólabasar,
síðan eru seld jólakort fyrir sjúkrahúsið.
Páskabingó er fastur liður í starfseminni og
sala á páskaliljum.
Jólatrésskemmtun höldum við í
samvinnu við kvenfélagið Fjallkonuna í
Austur-Eyjafjallahreppi. Hún er haldin í
félagsheimilunum til skiptis og mikið til
vandað, börnin fá sælgæti og allir veis-
lukaffi. Aðaltekjur kvenfélagsins koma af
veitingasölu.
í stjórn félagsins eru: Anna M.
Tómasdóttir formaður, Sigrún Adolfsdóttir
ritari og Þóra Gissurardóttir gjaldkeri.
Anna M. Tómasdóttir
Kvenfélagið Fjallkonan
Stjórn félagsins skipa Magðalena K.
Jónsdóttir Drangshlíðardal, formaður, Ólöf
Bárðardóttir Steinum, gjaldkeri, og Guðný
Valberg Þorvaldseyri, ritari. Félagar í
árslok voru 31. A árinu voru haldnir fimm
félagsfundir og fjórir stjórnarfundir.
Helstu tekjur félagsins eru af veitinga-
sölu í Fossbúð. Styrkir til menningar- og
líknarmála námu samtals 77.000 krónum.
Séð var um kirkjukaffi á aðventu og jóla-
ball fyrir Austur- og Vestur-Eyfellinga, en
sú hefð hefur nryndast að halda þau til
skiptis í Fossbúð og á Heimalandi. Haldið
var páskabingó til styrktar Þroskahjálp á
Suðurlandi. Þá borguðum við upp skuld
okkar vegna eignaraðildar að Fossbúð, en
þar eigum við 5% hlut.
Haldinn var kynningarfundur um rækt-
un og meðferð á líni í fyrravor og í kjölfar
þess sáðu þrjár konur úr sveitinni líni í
smáreiti hjá sér.
Yfir vetrartímann eru haldnir mánaðar-
legir skemmtifundir og er efni þeirra fjöl-
breytt. Þar var meðal annars spiluð vist,
gerðar jólaskreytingar, endurunninn pappír
og fræðst um dulræn málefni. Einnig
-211-