Goðasteinn - 01.09.1996, Page 214
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Kvenfélög
heimsóttu okkur konur frá ITC á
Hvolsvelli og sögðu okkur frá starfsemi
sinni. Farið var í leikhúsferð að sjá West
Side Story í fyrravetur, og verður sú ferð
líklega minnisstæðust fyrir vont veður á
heimleiðinni, en allir komust þó heim að
lokum. Farið var út að borða að Skógum
þann 19. júní. Þá var okkur boðið ásamt
mökum á árshátíð hjá Kvenfélagi Hruna-
manna.
Magðcilena K. Jónsdóttir
/
Kvenfélagið Framtíðin, Asahreppi
I lögum Kvenfélagsins Framtíðarinnar
stendur, eins og ég hygg að muni standa í
lögum flestra kvenfélaga, að það skuli
starfa að líknar- og menningarmálum. I
þessum anda hafa kvenfélagskonur starfað
í áraraðir og fyrir þeirra dugnað og fórn-
fúsu hendur hefur ýmsum þjóðþrifamálum
verið komið áleiðis, oft mun fyrr en ella
hefði orðið.
Það var vorið 1995 að stjórn Kvenfé-
lagsins Framtíðarinnar ákvað að bera fram
tillögu þess efnis að félagið styrkti félags-
konur til utanlandsferðar. Skyldi ferðin
verða eins konar umbun okkar fyrir mikla
vinnu í þágu félagsins, sem við höfum
aldrei þegið nein laun fyrir. Akveðið var
að fara menningarferð til Parísar, í þetta
sinn skyldum við gera eitthvað fyrir sjálfar
okkur og styrkja vináttu okkar í leiðinni.
Það varð úr að líu konur sáu sér fært að
fara þessa helgarferð til Parísar á vor-
dögum 1995. Helmingur þeirra var þarna
að fara í sína fyrstu utanlandsferð.
Þátttakendur í Parísarferð Kvenfélagsins Framtíðarinnar. Frá vinstri: Gerður Oskarsdóttir Asi,
Sigríður Sveinsdóttir Asmundarstöðum, Sigríður Björnsdóttir Syðri-Hömrum, Sigrún Isleifsdóttir
Kálfholti, Sigurbirna Guðjónsdóttir Hamrahóli, Hlín Magnúsdóttir Sumarliðabæ, Vigdís
Þorsteinsdóttir Syðri-Hömrum, Steinunn Sveinsdóttir Kastalabrekku, Guðrún Jónsdóttir
Vetleifsholti, Jóna Guðbjörnsdóttir Framnesi. Myndin er tekin í Eiffelturninum.
212-