Goðasteinn - 01.09.1996, Page 215
Goðasteinn 1996 Kvenfélög
ANNÁLAR
Steinunn Sveinsdóttir, Kastalabrekku
skrifaði dagbók í ferðinni og hefur hún
góðfúslega leyft okkur að birta útdrátt úr
henni.
Parísarferð vorið 1995. Úr dagbók
Steinunnar Sveinsdóttur.
20. apríl.
Kl. 4 aðfaranótt fimmtudags var lagt af
stað til Parísar frá Landvegamótum.
Einn félagi ók með hópinn til Keflavík-
ur. Er það einn af fáum karlmönnum í
kvenfélagi, Sveinn Tyrfingsson. Er mjög
gott að hafa slíkan öðlingsmann sem fé-
laga.
Brottför var kl. 7.30. Millilent í Frank-
furt í Þýskalandi. Ekki var gott skyggni svo
við sáum lítið af landinu, aðeins flug-
stöðina. Komutími til Parísar 15.30. Við
tókum okkur leigubíla á hótel „Home
plassa Bastiella. “
Nokkurn tíma tók að koma okkur fyrir í
herbergjum og vorum við í sitt hvorri
byggingunni. Ekki vorum við ánægðar með
það, en það kom í Ijós að við vorum ekki í
herbergjunum nema rétt á meðan við sváf-
um, því margt var til að skoða.
Það er stórkostlegt fyrir konur sem lítið
hafa skoðað sig um að koma til Parísar.
Allar þessar stórkostlegu byggingar frá
fornu fari, vönduð háhýsi með höggmynd-
um og skrauti. Miklir fjármunir liafa verið
lagðir í listaverk.
Um kvöldið gengum við um nágrennið
að Bastiellutorgi og Operunni. Fengum við
okkur kvöldmat í litlu veitingahúsi þar í
nágrenninu. Borðuðum við gómsæta
nautasteik og gæsalifrarpaté í forrétt. Að
máltíð lokinni var farið heim á hótel.
Kominn tími til hvíldar og allir fóru í sín
herbergi.
21. apríl.
Kl. 8 fórum við í morgunmat og síðan
var haldið í skoðunarferð. Fórum við í
neðanjarðarlest að Notre Dame kirkjunni.
Er það mjög merkileg bygging frá 1723 og
er það ofar skilningi manna hvernig hœgt
var að steypa svona mikið skraut og háhýsi
á þeim tímum þegar engin tækni var til.
Komum við að Ráðhúsinu, Ráðhústorginu
og Louissafnhúsinu. Mikið var af útimörk-
uðum og listamönnum sem seldu listaverk
sín á götum úti. Fórum í neðanjarðarlest í
nágrenni við Sigurbogann, gengum um
mjög flotta verslunargötu í 8. hverfi.
Verðið þarna er himinhátt. Eg held að eng-
in venjuleg manneskja geti keypt þœr
vörur sem þarna eru á boðstólum, en það
er gaman að skoða. Þegar við gengum hjá
Sigurboganum, kom mikil rigning svo við
fórum inn í kaffihús ogfengum okkur kaffi.
Neðanjarðarlestirnar eru þægilegar. Það
er fljótlegt og gott að ferðast með þeim,
þegar fólk veit hvar á að taka þær og fara
úr. Við vorum svo heppnar að hafa með
okkur indæla unga stúlku, Sigríði Björns-
dóttur frá Syðri-Hömrum, sem kann
frönsku og ratar um París. Var það okkur
ómetanlegt og eru henni þakkir færðar frá
okkur öllum.
KI. 8 um kvöldið fórum við í siglingu á
Signu. Þar ganga frábœr skemmtiferðaskip
um fljótið. Eru þau stórglœsileg, hægt er
að velja matsöluskip, sem bjóða upp á
flottan mat, eða skip sem sigla um með
farþega eingöngu til að skoða það sem
fyrir augun ber, og tókum við far með þan-
nig skipi.
Þessi ferð er ógleymanleg. Þarna
sigldum við í klukkutíma niður fljótið og
aftur til baka, undir brýr, ekki veit ég
hversu margar þær voru — sennilega 17.
Þær voru mismunandi fallegar en sérstök
var ein sem Alexander III lét smíða, en á
henni voru gulli slegnar styttur — ótrúlega
flott. Umhverfi fljótsins var upplýst. Stór-
kostlegar byggingar og Effelturninn með
gosbrunnum í kring spegluðust í fljótinu
sem gerði þetta æfintýri líkast. Fljótsbakk-
arnir eru allir hlaðnir einhvers konar
-213-