Goðasteinn - 01.09.1996, Page 216
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Kvenfélög
steinflísum. Þessu er ekki hægt að lýsa
með orðum. Vil ég ráðleggja öllum sem
eiga þess kost að komast til Parísar að
sigla á Signufljóti þegar kvöld er komið.
Þegar þessu ævintýri var lokið fórum
við heim á hótel, fengum okkur pizzur og
borðuðum þær í móttökusal hótelsins.
Guðrún í Vetleifsholti sagði yfir sig ánœgð,
þrátt fyrir þreytuverki í fótum: „Aldrei í
lífinu hélt ég að ég ætti eftir að upplifa
þennan dag. “ Anægðar lögðumst við til
hvíldar þetta kvöld.
22. apríl.
Allar mættar í morgunmat kl. 8. Síðan
fórum við í neðanjarðarlest í nágrenni
Effelturnsins og gengum þar um götur. Við
komum að turninum og fórum upp á 2.
hæð. Þarna sést vel yfir borgina og sáum
við margt merkilegt sem ég er ekkert að
tína upp en geymi í mínu hugskoti.
I bakaleiðinni komum við í verslun-
arkeðju sem hefur frekar hagstætt verð.
Keyptu konur eitthvað smávegis til að fara
með heim. Um kvöldið fórum við á frekar
fínan matsölustað og fengum okkur
þjóðarrétt Parísarbúa, heilsteikta kálfalif-
ur. Eftir það var farið á djasshús og verið
þar til miðnættis. Fóru svo allir heim í
hótel til hvíldar, mikið ánægðar með
frábæran dag og daga.
23. apríl.
Byrjað með morgunmat. Síðan var
farið að taka til farangurinn og tygja sig í
heimferð um hádegi. Ætluðum við okkur
góðan tíma því við vildum skoða versl-
anirnar í flugstöðinni, en þegar þar var
komið var allt lokað svo við sátum bara úti
um stund í sól og góðu veðri. Veðrið þessa
daga var það eina sem olli okkur von-
brigðum. Það var sólarlítið og öðru hverju
rigning og frekar kalt, en þennan morgun
skein sólin glatt.
Brottför frá París var kl. 16.10. Allt
gekk vel. Það hlýjaði okkur um hjartarætur
Steinunn í Kastalabrekku
þegar flugmaðurinn skilaði kveðju um
kallkerfið til félagskvenna úr kvenfélaginu
Framtíðinni frá formanninum Jórunni í
Lækjartúni og hennar fjölskyldu, en hún
gat því miður ekki komið með okkur. Allar
áttu góða heimkomu og vinir og ættingjar
tóku á móti okkur.
Lokaorð
Nú þegar við höfum notið þessarar
ferðar, er ánægjulegt að setjast niður og
skoða myndir sem voru teknar úr
Effelturninum og víðar og láta hugann
reika til baka og rifja þessar stundir upp,
því þær eru ógleymanlegar.
Þessi ferð er því að þakka að kven-
félagið styrkti konur verulega. Er mér
sérstakt þakklæti í huga til félagsins og er
ég tilbúin að vinna og gefa kvenfélaginu
okkar, það sem ég get. Hjartans þakkir og
vonandi geta fleiri konur fengið styrk til að
skoða sig um utanlands eða innanlands.
Heill fylgi kvenfélaginu um alla framtíð.
Steinunn G. Sveinsdóttir, Kastalabrekku.
-214-