Goðasteinn - 01.09.1996, Side 217
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Kvenfélög
Kvenfélagið Freyja, A.-Landeyjura
Hver hefði látið sig dreyma um það
árið 1934 þegar Kvenfélagið Freyja var
stofnað að rúmum 60 árum síðar yrðu
félagskonur í Freyju „útlærðar“ frá Heiðari
snyrti, en þannig er þetta samt. Við tókum
síðasta námskeiðið sem hann hafði í fórum
sínum í apríl, og í haust áttum við
skemmtilega kvöldstund með honum þar
sem spáð var í framtíðina með aðstoð
spila, skriftar, kaffibolla, augna o.fl.
Fyrsta stóra verkefnið eftir aðalfund er
alltaf Góuballið okkar sem haldið var 11.
mars. Gestir okkar þar auk sveitunga voru
konur úr Kvenfélagi Hrunamanna og
þeirra makar. Eins og vanalega var heima-
tilbúið skemmtiefni og kaffiveitingar.
Eitt sumarkvöld sýndi Friðrik Sigurðs-
son hótelstjóri á Hvolsvelli okkur undir-
stöðuatriðin í að grilla alls konar gómsæta
rétti. Voru þeir síðan borðaðir með bestu
lyst inni í Gunnarshólma á eftir.
Fyrir jólin var setið eina dagstund og
málað á keramik sitthvað fallegt til að
skreyta með á jólum og var sú dagstund
alltof fljót að líða.
Eins og undanfarin ár var farið í dags-
ferð með aldraða í samvinnu við kven-
félögin Bergþóru og Eygló og sá Freyja
um framkvæmd ferðarinnar í þetta skipti.
Farið var út í Árnessýslu, keyrt niður með
Þjórsá til Stokkseyrar þar sem við fengum
skemmtilega leiðsögn Margrétar Frí-
mannsdóttur. Á Eyrarbakka tók Inga Lára
Baldvinsdóttir að sér hlutverk leiðsögu-
manns.
Við skoðuðum Garðyrkjuskólann í
Hveragerði, keyptum ís í Eden og plöntur í
Gróðrastöðinni Borg. Eins og alltaf var
þessi ferð mjög ánægjuleg og ekki spillti
fyrir sólskinið og blíðan sem var þennan
dag.
Freyja bauð félögum og nrökurn þeirra í
mat austur að Höfðabrekku. Eg veit ekki
hvort ég á að þora að skrifa það, en á
heimleiðinni fengum við eins og sumir
segja dæmigert „kvenfélagsveður“, eitt-
hvert mesta austan slagveður sem kom á
vorinu svo að stórir steinar hrundu á veg-
inn á leiðinni út með fjöllum. En allt fór þó
vel, með okkar ágæta Helga í Vatnshól við
stýrið.
Á árinu fengum við tvö heimboð er það
alltaf tilhlökkunarefni. Þau voru frá Kvf.
Hrunamanna og Kvf. Oddakirkju og voru
þau með miklum myndarbrag. Á svona
heimboðum er eins og öllum finnist sjálf-
sagt að rabba saman, þó fólk þekkist ekki.
Þá er bara að kynnast. Síðan þegar heim er
komið er farið að glugga í Sunnlenskar
byggðir. Verst hvað þær ágætu bækur eru
að verða gamlar og því víða orðin ábú-
endaskipti.
Félagskonur héldu að venju spilakvöld í
samvinnu við Kvf. Bergþóru. Tóku þátt í
jólamarkaði og seldu jólakort fyrir Sjúkra-
hús Suðurlands, dagatöl Þroskahjálpar og
greni í aðventukransa. Gáfu í ferðasjóð
skólabarna, kenndu þeim félagsvist og
gáfu þeim trjáplöntur. Sáu um þrif í
kirkjum. Gáfu fjárhæðir til líknarmála svo
sem Rauða Kross Islands, Samhugar í
verki o.fl. Sáu um veitingasölu í réttum og
við ýmis tækifæri. Héldu námskeið um
„endurlífgun og aðskotahluti í hálsi.“
Stjórn félagsins skipa nú þær Guðbjörg
Albertsdóttir formaður, Helga Bergsdóttir
ritari og Jóna Sigþórsdóttir gjaldkeri.
Eins og ég gat um í upphafi þá hafa
eðlilega orðið áherslubreytingar á þeim
rúmu 60 árum síðan Kvf. Freyja var stofn-
að. Enn í dag er þó í fullu gildi það sem
stendur í 2. gr. í fyrstu lögum félagsins „að
-215-