Goðasteinn - 01.09.1996, Page 221
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Iþróttafélög
/
Ungmennafélag Asahrepps
Starfsemi Ungmennafélags Ásahrepps
var með minna móti á árinu 1995. Er það
eðlileg afleiðing af því að íþróttastarfið
sem er stærsti þáttur flestra ungmennafé-
laga fer fram í sanrvinnu við félögin í
Holta-og Landsveit, en þessi félög vinna
saman í Iþróttafélaginu Garpi.
Félagið hélt hið hefðbundna hesta-
mannamót 17. júní og mæltist það vel fyrir
að venju.
Að öðru leyti voru hefðbundnir fundir
eins og verið hefur undanfarin ár.
Jón Þorsteinsson
Ungmennafélagið Baldur, Hvolhreppi (UBH)
Aðalfundur félagsins var haldinn þann
5. mars 1995 og í stjórn voru eftirtaldir
kosnir:
Formaður: Guðmann Oskar Magnús-
son, gjaldkeri: Guðmundur Guðmundsson,
ritari: Oskar Harðarson, varaformaður:
Kristín Leifsdóttir, meðstjórnandi: Jón
Gísli Harðarson.
Á vordögum urðu mannabreytingar í
stjórn. Þá kom Fjóla Jónsdóttir í stað Krist-
ínar Leifsdóttur, sem flutti tímabundið frá
Hvolsvelli.
Framkvæmdir eru nú hafnar á nýju
íþróttahúsi á Hvolsvelli, og með tilkomu
þess vonumst við eftir öflugra vetrarstarfi í
framtíðinni.
Félagið í samvinnu við Hvolhrepp tók
þátt í hreinsunarátaki UMFI, „Umhverfið í
okkar höndum" og eftir að hafa hreinsað
góðan hluta af árbakka Eystri-Rangár voru
snæddar pylsur og drukkið gos í góðu yfir-
læti.
Hvolhreppur styrkti félagið með
350.000 kr. ijárframlagi eins og árið áður
og viljum við þakka fyrir það, Einnig
þökkum við íbúum Hvolhrepps fyrir góðan
stuðning í dósasöfnun og vinnu fyrir UBH.
Júdódeild og karatedeild félagsins
störfuðu ekki á árinu en aðrar deildir störf-
uðu sem hér segir:
Sunddeild
Starfið hófst nokkru seinna en venju-
lega því laugin var í allsherjarklössun
framan af vori. Að meðaltali æfðu 12
krakkar 3 daga vikunnar á aldrinum 9-15
ára. Farið var á Iþróttahátíð HSK á Laug-
arvatni þar sem okkar fólk stóð sig með
ágætunr. Okkar árlega Halldórsmót var
haldið í sundlauginni á Hvolsvelli og var
þátttaka góð, þ.e. 75 skráningar í 20 sund-
greinum.
Blakdeild
Blakæfingar voru þrisvar í viku í
janúar-apríl, 2 í Hvoli og 1 á Laugalandi.
Þjálfari var Hólmar Björn Sigþórsson
íþróttakennari. Alls komu á milli 50 og 60
manns á æfingar veturinn 1994-95. Fastir
iðkendur voru u. þ. b. 20. UBH tók þátt í
héraðsmóti kvenna og héraðsmóti ungl-
inga. I kvennaflokki urðum við í fjórða
sæti, en unglingarnir höfnuðu í öðru sæti.
Æfingar á haustönn hófust í október.
Æft er tvisvar í viku, einu sinni í Hvoli og
einu sinni á Laugalandi. Þjálfarar hafa
-219-