Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 222
ANNALAR
Goðasteinn 1996
íþróttafélög
verið Ólafur Elí Magnússon íþróttakennari
og Ólafur Erlingur Ólafsson.
UBH tók þátt í hraðmóti sem haldið var
á Laugarvatni í október. Þangað sendum
við bæði kvenna- og karlalið. Héraðsmótin
1995-1996 eru hafin, og taka bæði karla-
og kvennaliðið nú þátt í mótunum.
Frjálsíþróttadeild
Frjálsíþróttadeild stóð fyrir íþróttaskóla
veturinn 1995 með góðri þátttöku barna á
aldrinum 6-12 ára, og enduðum við hann í
lok mars með skíðaferð. Við tókum þátt í
HSK-mótum, bæði í yngri og eldri flokk-
um. Vorið byrjaði með leikjanámskeiðum
fyrir yngri börnin, var það mjög fjölmennt.
Frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurs-
hópa voru allt sumarið tvisvar í viku. Við
fórum með fjölmennt lið á Iþróttahátíð
HSK á Laugarvatni, sendum 4 keppendur á
íslandsmeistaramót í Reykjavík., 3 kepp-
endur á unglingalandsmót á Blönduósi, 1
keppandi var í bikarliði HSK í meist-
araflokki og einn í flokki 15 til 18 ára. Við
tókum þátt í keppni úr fjarlægð, kepptum á
Rangæingamóti á Hellu í september, og í
nóvember tókum við þátt í Rangæingamóti
innanhúss þar sem UBH náði að verða
stigahæsta félag í yngri flokkum og í
samanlögðu. Iþróttaskólinn fór aftur í gang
í október og síðasta mót ársins var okkar
árlega innanfélagsmót, „Jólamót UBH“.
Knattspyrnudeild
UBH hefur haft samstarf með Heklu á
Hellu í knattspyrnu og sameginlegt heiti
verið HB. Æfingar voru 2 í viku í sumar. 4.
5. og 6. flokkur kepptu á íslandsmótum
inni og úti og á HSK móti, einnig keppti 7.
flokkur á HSK móti. 6. flokkur tók líka
þátt í Skagamótinu.
Körfuknattleiksdeild
Einungis var keppt í drengjaflokki
veturinn ‘94 - ‘95. Liðið tók þátt í HSK-
móti og lenti þar í 6. sæti. Liðið tók einnig
þátt í Islandsmótinu, 2. deild, Suðurlands-
riðli, og er skemmst frá því að segja að
UBH sigraði riðilinn og er því Suður-
landsmeistari Körfuknattleikssambands
íslands í 10. flokki. í framhaldi af því
keppti liðið um sæti í 1. deild, þar náðu
þeir 2. sæti í sínum riðli og komust því
ekki í úrslitaleikinn. Drengjaliðið tók
einnig þátt í Bikarkeppni KKÍ og komst
þar í 8 liða úrslit. 3 leikmenn úr liði UBH
voru síðan valdir í úrvalslið Suðurlands
sem keppti undir merki HSK á Unglinga-
landsmótinu á Blönduósi í júlí. Þjálfari var
Guðmundur Guðmundsson. Karlaflokkur
UBH tók þátt í jólamóti Rangæinga sem
íþróttafélagið Garpur hélt í byrjun janúar
og vann UBH mótið.
Nú á keppnistímabilinu 1995-96 eru
starfræktir 3 flokkar á vegum UBH, þ.e.
drengjaflokkur, stúlknaflokkur og minni-
bolti. Karlallokkur UBH tók þátt í jólamóti
Rangæinga sem íþróttafélagið Garpur hélt
á milli jóla og nýárs og sigraði UBH
mótið.
Guðmann Oskar Magnússon
-220-