Goðasteinn - 01.09.1996, Page 223
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Iþróttafélög
Rangœingamót á Hellu 1.-3. september 1995
Standandi' frá vinstri: Örvar Rafn Arnarson, Magnús Agústsson, Bjarni Snorrason,
Guðmann Óskar Magnússon, Grétar Snorrason, Egill Már Hafþórsson, María Rósa
Einarsdóttir, Helgi Jens Arnarson.
Sitjandi frá vinstri: Jón Gísli Harðarson, Sigurður Már Arnarson, Valdís Leifsdóttir,
Bergrún Helgadóttir og Helgi Einarsson.
Ungmennafélagið Dagsbrún
Starf Umf. Dagsbrúnar var með
hefðbundnu sniði s.l. ár. I byrjun árs var að
venju haldið mót í frjálsum, innanhúss,
milli Umf. Njáls og Dagsbrúnar og var
skemmtilegt að vanda. Ungmennafélagið
stendur fyrir þorrablóti ár hvert og sjá fé-
lagar alfarið uni skemmtiatriði og annað
sem því fylgir. Undanfarin ár hefur þessi
skemmtun verið ein helsta fjáröflun
félagsins. 16. júní var að venju dansleikur í
Gunnarshólma fyrir 16 ára og eldri.
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar lék
fyrir dansi. Félagið hefur um árabil staðið
fyrir hátíðahöldum 17. júní, með ýmis
konar leikjum fyrir ungt fólk á öllum
aldri.
Umf. Dagsbrún hefur sent keppendur á
hin ýmsu mót, sem haldin hafa verið á
árinu. Við höfum átt því láni að fagna að
eiga íþróttafólk í fremstu röð undanfarin
ár: Bjarka Viðarsson, Guðbjörgu Viðars-
dóttur, Frey Ólafsson og Örvar Ólafsson.
Nú hefur nýjasta stjarnan, Guðmundur
Garðarsson, verið að setja HSK-met og
íslandsmet í langhlaupum og var hann
kjörinn íþróttamaður ársins 1995 hjá félag-
inu. En þótt ég hafi nefnt hér þessi nöfn, þá
eru auðvitað miklu fleiri félagar, sem hafa
-221-