Goðasteinn - 01.09.1996, Page 228
ANNALAR
Goðasteinn 1996
í eggjatínsluferð um Kanrbheiði, sem var
liður í að eyða vargfugli, einnig að hreinsa
rusl meðfram aðalvegum sveitarinnar.
Félagið hélt leikjanámskeið að Lauga-
landi í samstarfi við Umf. Merkihvol.
Þátttaka var góð eins og undanfarin ár.
I tilefni af þjóðhátíðardeginum hélt
félagið skemmtisamkomu á flötunum við
Kambsrétt á Lýtingsstöðum.
Þann 23. júní hélt félagið upp á göngu-
dag fjölskyldunnar og gengu liðlega þrjátíu
manns á Gíslholtsfjall undir dyggri
leiðsögn Sverris bónda í Gíslholti.
íþróttafélög
Sundlaug félagsins, sem var aflögð, var
brotin niður og fyllt upp.
Síðla árs hélt félagið fund, þar sem
ákveðið var að félagið stæði ekki í vegi
fyrir því að gamalt samkomuhús að
Laugalandi, sem félagið á hlut í yrði rifið.
Stjórn Ingólfs skipa: Þröstur Guðnason
formaður, Kristinn Guðnason gjaldkeri og
Ragnheiður Jónasdóttir ritari.
Þröstur Guðnason
Ungmennafélagið Merkihvoll í Landmannahreppi
Starf félagsins var með hefðbundnum
hætti á árinu 1995. Aðalfundur var haldinn
að áliðnum vetri og vorfundur í byrjun
júní.
Góð þátttaka var á leikjanámskeiði sem
haldið var á Laugalandi. Við hlúðum að
fósturbarninu okkar eins og gert hefur
verið á hverju ári, en það er að hreinsa
meðfram vegum, sjá um garðinn við
félagsheimilið Brúarlund og líta eftir
girðingunni í Merkihvoli.
A þjóðhátíðardaginn 17. júní mættum
við að venju að Brúarlundi og héldum
okkar skemmtun svo sem við höfum gert
um árabil. Þar spreyttu heimamenn og
gestir þeirra sig í hestaíþróttum og ýmsum
leikjum og hlaupum og tókst það vel að
vanda.
Við í Ungmennafélaginu Merkihvoli
tókum þátt í landshlaupinu s.l. sumar, þá
var réttarball haldið í haust og jóla-
trésskemmtun fyrir börnin milli jóla og
nýárs.
I stjórn félagsins eru Guðrún
Þorleifsdóttir, Laugum, formaður, Kjartan
Magnússon, Hjallanesi, gjaldkeri og Olafía
Sveinsdóttir, Húsagarði, ritari.
U ngmennafélagiö Njáll
Aðalfundur félagsins var haldinn í
Njálsbúð 29. janúar 1995 og var þessi
stjórn kosin: Anna Berglind Indriðadóttir,
formaður, Brynjólfur Bjarnason, gjaldkeri
og Erna Arfells, ritari.
Starfið hjá félaginu var í lágmarki á
árinu og finnst stjórnarfólki lítill áhugi
fyrir því sem reynt er að gera. En sjónir
okkar beinast fyrst og fremst að íþrótt-
unum.
Eins og undanfarin ár byrjaði árið hjá
okkur á nágrannaslag í frjálsum íþróttum
við Umf. Dagsbrún. Ekki tókst okkur að
sigra að þessu sinni. Félagið átti keppendur
á HSK-mótununr innanhúss í frjálsunr
íþróttum síðastliðinn vetur og á Iþrótta-
-226-