Goðasteinn - 01.09.1996, Page 229
ANNALAR
Goðasteinn 1996
hátíð HSK í sumar. Að vanda stóðu þeir
sig vel. Rangæingamótin voru haldin með
sama sniði og verið hefur, utanhúss í
sumar og innanhúss í nóvember. Félagið
átti nokkra fulltrúa á þeim báðum. Nokkrir
félagar tóku þátt í Borðtennismóti HSK á
Flúðum. Haldnar voru körfuboltaæfingar
vikulega fyrir yngri félagana seinni hluta
vetrar og var fenginn íþróttakennari til að
sjá um þær. Ekki var um þátttöku í mótum
að ræða, en leiknir vináttuleikir við
nágranna.
íþróttafélög
Boðið var upp á leikjanámskeið á
vegum HSK, en þátttaka var engin og er
þar af sem áður var.
Hátíðahöld 17. júní eru fastur liður hjá
félaginu og var hlaupið víðavangshlaup og
fleira gert til skemmtunar að venju.
Félagið átti fulltrúa á Héraðsþingi HSK
og sambandsráðsfundi HSK í vor.
Er nú upptalið allt það helsta hjá okkur
á árinu.
Anna Berglind Indriðadóttir
Ungmennafélagið Trausti, Vestur-Eyj afj öllum
íþróttastarf
Starfsemi félagsins hefur verið með
hefðbundnunr hætti á árinu. Eins og
undanfarin ár fór mest fyrir frjálsíþrótt-
unum í starfi þess og tóku félagar þátt í
flestum mótum á svæði HSK svo sem
unglingamóti HSK í janúar, aldurs-
flokkamóti 14 ára og yngri í febrúar,
Íþróttahátíð HSK að Laugarvatni í júlí og
skólahlaupi HSK í október. Félagið átti
fulltrúa á Meistaramóti Islands 15-18 ára á
Húsavík og Bikarkeppni FRI 16 ára og
yngri að Laugarvatni. A Meistaramóti
Islands 14 ára og yngri sem haldið var í
Reykjavík í ágúst náði Einar Viðar
Viðarsson þeim árangri að verða
Islandsmeistari í langstökki pilta, en hann
stökk þar 5,46 m. Einnig lenti hann í 2.
sæti í hástökki pilta þar sem hann stökk
1,60 m. Allir aðrir þátttakendur félagsins í
framangreindum mótum stóðu sig einnig
með prýði og voru félagi sínu til sóma.
í apríl var haldið innanhússmót Trausta.
Trausti sigraði Umf. Skeiðamanna í milli-
félagsmóti sem haldið var uppi á Skeiðum.
Sameiginlegt lið Trausta og Umf. Eyfell-
ings kepptu á unglingamóti HSK í blaki og
sigraði þar glæsilega.
Mikill áhugi er að vakna á glímu hjá
ungmennum í félaginu og á Trausti marga
efnilega keppendur í þeirri grein. Hefur
þeim gengið mjög vel á mótum þar sem
þeir hafa tekið þátt og á Trausti Skarphéð-
insmeistara í flokki telpna 12-13 ára.
Ólafur Elí Magnússon sá um frjáls-
íþróttaæfingar í sumar auk þess sem hann
sá um „keppni í fjarlægð“ sem tókst mjög
vel, en þar sigraði Trausti með yfirburðum.
Guðbjörg Viðarsdóttir var einnig með
leikjanámskeið í sumar sem var mjög vin-
sælt og vel sótt eins og undanfarin ár.
Annað starf innan félagsins
Á haustdögum hélt félagið fjölmennt
réttarball.
Trausti stóð fyrir þrettándabrennu
ásamt Björgunarsveitinni Bróðurhöndinni
og 17. júní-hátíðahöldum í samvinnu við
Kvenfélagið Eygló. Spiluð var félagsvist
og æfður körfubolti.
Hér hefur verið stiklað á stóru varðandi
starf ungmennafélagsins Trausta á árinu
1995. Ég tel vera gott starf í gangi hjá
félaginu og er það von mín að svo verði
áfram.
Ragna Aðalbjörnsdóttir
-221-