Goðasteinn - 01.09.1996, Side 233
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Ymis félög
Kiabbameinsfélag Rangæinga
Hinn 15. apríl 1993 var Krabbanieins-
félag Rangæinga endurvakið, en þá hafði
ekki verið haldinn fundur í félaginu síðan
1983. Stóð Margrét ísleifsdóttir á Hvols-
velli fyrir þessu. Voru þá kjörin í stjórn
Jóhanna Friðriksdóttir, formaður, Þórir
Björn Kolbeinsson, ritari og Ingibjörg
Marmundsdóttir, gjaldkeri. Meðstjórnend-
ur voru kjörin þau Guðríður Bjarnadóttir
og Friðjón Guðröðarson.
Þetta sama ár seldi félagið merki
Krabbameinsfélags íslands, en ágóðinn af
þeirri merkjasölu er okkar aðalfjáröflun,
fyrir utan félagsgjöld. Merkin seljast vel,
og þökkum við öllum sem bæði hafa selt
merkin og keypt þau, fyrir þeirra framlag.
Fræðslufundur var haldinn í október
1993. Á þann fund kom Kristján Sigurðs-
son yfirlæknir og flutti fyrirlestur um
árangur af leit að krabbameini í brjóstum
og leghálsi. Veturinn 1993-1994 fór Þor-
varður Örnólfsson fræðslufulltrúi Krabba-
meinsfélags íslands í grunnskóla í sýslunni
með fræðslu um skaðsemi reykinga.
Félagið sendir fulltrúa sinn á árlegan
aðalfund Krabbameinsfélags íslands sem
Krabbameinsfélag Rangæinga er aðili að.
Þar er alltaf fræðslu og fróðleik að fá, sem
að gagni kemur, og upplýsingar veittar um
ýmislegt sem að gagni kemur, bæði
þjónustu og fleira sem Krabbameinsfélag
Islands lætur í té. Til dæmis á K.I. íbúðir í
Reykjavík sem leigðar eru á sanngjörnu
verði fólki sem er til lækninga þar, en býr
e.t.v. úti á landi. Krabbameinsfélögin á
landsbyggðinni hafa í sumum tilfellum
greitt þessa leigu til að létta fólki róðurinn.
Krabbameinsfélag Rangæinga hefur
styrkt einstaklinga og fjölskyldur s.l. þrjú
ár um samtals kr. 110.000,00. Félagsgjöld,
kr. 500,00, hafa verið innheimt aðeins einu
sinni, árið 1993.
Stjórn félagsins hefur sett sér það
markmið að fara að lögum þess og halda
aðalfund árlega, endurskoða lög félagsins
og standa fyrir opnum fræðslufundum,
a.m.k. einu sinni á ári.
Að lokum skal þess getið að öllum er
velkomið að hafa samband við stjórnar-
menn um ábendingar, upplýsingar, beiðni
um stuðning eða annað sem varðar málefni
félagsins.
Jóhanna Friðriksdóttir, formaður
-231-