Goðasteinn - 01.09.1996, Page 234
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Ymis félög
Rótarýklúbbur Rangæinga
Það er merkur atburður, þegar Rótarý-
klúbbur er stofnaður í byggðarlagi, þar
sem sá félagsskapur hefur ekki áður starf-
að og verið lítið þekktur. Þetta átti ekki
síður við í Rangárþingi en annars staðar, er
Rótarýhreyfingin festi rætur.
Stofnun klúbbsins á þessum söguríku
slóðum átti, að vanda, talsverðan aðdrag-
anda. Meðal annars höfðu umdæmisstjórar
og allmargir félagar einstakra klúbba
hreyft því við nokkra félagslega þenkjandi
áhugamenn í héraði að stofna slíkan klúbb,
löngu áður en til framkvæmda kom.
Rótarýklúbbur Selfoss, sem stofnaður
var árið 1948, fékk það hlutverk að vera
móðurklýbbur Rótarýklúbbs Rangæinga,
er hann var formlega stofnaður á Hvols-
velli hinn 26. febrúar 1966. Stofnfélagar
voru 23 að tölu. Fullgildingarhátíð klúbb-
sins var haldin að Hvoli 19. júní 1966.
Hefur félagafjöldi haldist að mestu
óbreyttur og félagar verið á bilinu 16-26.
Af föstum og nokkuð árvissum við-
burðum utan venjulegra klúbbfunda má
nefna árshátíðir, konufundi, sona- og
dætrafundi, leikhúsferðir og ýmis önnur
ferðalög til skemmtunar. Þá er þjónusta við
eldra fólk árviss þáttur og veigamesta
framlag klúbbsins til samfélagsþjónustu. I
því starfi hefur bæði verið um að ræða
skemmti- og kynnisferðir til fagurra staða
og vandaðar samkomur með dagskrá og
veitingum. Konur klúbbfélaga hafa þá ekki
legið á liði sínu við að baka og sjá um
framreiðslu við slík tækifæri.
Félagar hafa á undanförnum 5-6 árum,
oft bæði vor og haust, unnið ötullega að
uppskeru lúpínuróta. Þær eru síðan notaðar
til þess að gera úr þeim seyði sem margir
telja að hafi mikinn lækningarmátt.
Þúsundir Islendinga sem neytt hafa, telja
sig eiga lyfi þessu líf sitt að launa.
Rótarýárið 1977-78 var Jón R. Hjálm-
arsson umdæmisstjóri Rótarý á íslandi og í
júní 1978 stóð klúbburinn fyrir myndar-
legu umdæmisþingi í Valhöll á Þingvöll-
um.
Kirkjuhóll - Þórsmörk
Gróðursetning trjáplantna og upp-
græðsla örfoka lands hefur frá upphafi
verið eitt af meginverkefnum klúbbsins.
Þar hafa löngum verið áhugasamir kunn-
áttumenn í ræktunarmálum sem verið hafa
hvatamenn og leiðbeinendur á þessum
vettvangi. Félagar hafa komið allvíða við
sögu í þessu skyni, en stærsta verkefnið
hefur þó verið Kirkjuhóllinn í Stokka-
Ráðvendni - kœrleikur -friður
Asgeir Jóhannesson umdæmisstjóri
Rótarýklúbbur Rangæinga
30 ára
stofnaður 26. febrúar 1966
-232-