Goðasteinn - 01.09.1996, Side 237
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Ymis félög
Oddafélagið, samtök áhugamanna um
endurreisn fræðaseturs að Odda á Rangár-
völlum, var stofnað í Odda 1. desember
1990. Nánari kynning birtist í Goðasteini
1995 og í fyrri ritum. Fjöldi skráðra félaga
er um það bil 60 manns, sem skiptist nokkuð
jafnt í heimamenn í Rangárþingi og utan-
héraðsmenn, víðs vegar að.
Helstu atburðir á árinu voru sem hér
segir:
Oddastefna 1995 var haldin í Fé-
lagsheimili Djúpárhrepps í Þykkvabæ 20.
maí 1995, laugardag næst „Sæmundardegi“
22. maí, dánardegi Sæmundar í Odda, hins
fróða (d. 1133). Oddastefna er fræðslufundur
með alþýðlegum erindum senr flest fjalla um
sama tiltekna efnið frá ýmsum hliðum.
Oddastefnur eru því fjölfaglegar sem kallað
er, þar sem allir eru velkomnir. Oddastefna
1995 fjallaði um suðurströnd landsins og
birtust erindin í Goðasteini 1995. Kven-
félagið Sigurvon í Djúpárhreppi sá unr vel úti
látnar veitingar. Að lokinni ráðstefnu var
ekið í aflmiklum bílunr langleið á sendna
ströndina og þaðan gengið lengra með leið-
sögn kunnugra.
Oddahátíð 1995 var haldin í Odda á
Rangárvöllum 18. júní 1995 og hófst hún
með messu hjá staðarpresti, sr. Sigurði Jóns-
syni.
A hátíðinni voru lesin frumort prósaljóð
eftir sr. Jónas Gíslason, fv. vígslubiskup, sem
verið hefur mikill stuðningsnraður félagsins
frá fyrstu árum þess. Kynntur var nýr bæk-
lingur um Oddastað og sögu hans, ætlaður
gestum og gangandi, er Elsa G. Vilmund-
ardóttir og Freysteinn Sigurðsson hafa tekið
saman. Þá voru gróðursett tré í afgirtum reit
við Oddaveg, sem félagið mun eftirleiðis
hlúa að.
I. desember 1995 var haldið upp á 5 ára
afmæli félagsins. Afmælisfundur var haldinn
í höfuðborginni, í samkomusal Hallgríms-
kirkju á Skólavörðuhæð. Þar flutti Sverrir
Tómasson, fræðimaður við Stofnun Arna
Magnússonar, stórfróðlegt erindi um lær-
dómssetrið í Odda og Snorra Sturluson, sem
þar ólst upp eins og kunnugt er.
I samvinnu við Héraðsnefnd Rangæinga
og Landgræðslu ríkisins hélt félagið áfram
vinnu við að fá samþykki stjórnvalda, unr-
Di: Þór Jakobsson formaður
Oddafélagsins, á Gammabrekku.
Ljósmynd: Sigurður Jónsson.
hverfisráðuneytis, til að setja á stofn „nátt-
úrustofu“ í Gunnarsholti á Rangárvöllum
með ríkisaðild skv. lögum nr. 60/1992. Því
miður hefur sú viðleitni ekki borið árangur
enn.
Stjórn Oddafélagsins er skipuð sem hér
segir: dr. Þór Jakobsson veðurfræðingur,
formaður, Drífa Hjartardóttir, bóndi að
Keldum, varaformaður, sr. Sigurður Jónsson
í Odda, ritari, Elsa G. Vilmundardóttir,
jarðfræðingur, gjaldkeri, og Freysteinn
Sigurðsson, jarðfræðingur, meðstjórnandi.
Þór Jakobsson
-235-