Goðasteinn - 01.09.1996, Page 239
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Dánir
Dánir í Rangárþingi 1995
Hér á eftir verður í stafrófsröð minnst
allra þeirra sem jarðsettir voru í Rang-
árþingi á árinu 1995. I svigum er þess
getið hverjir jarðsettu og sömdu þessi
minningarorð.
Anna Jónsdóttir, Seljavöllum,
Austur-Eyjafjöllum
Anna fæddist 16. október 1907 að
Seljavöllum. Foreldrar hennar voru
hjónin Jón Jónsson frá Lambafelli og
Sigríður Magnúsdóttir frá Raufarfelli.
Foreldrar hennar höfðu bæði misst fyrri
maka sína, en að Seljavöllum ólst hún
upp í hópi 5 hálfsystkina og 6 alsyst-
kina. Aðeins eitt þeirra er eftirlifandi,
Þorsteinn Jónsson á Eystri-Sólheimum.
Heimilið var mannmargt, og þangað
sóttu margir til völundarsmiðsins Jóns
á Seljavöllum sem leysti allra vanda og
tók á móti gestum með konu sinni af
mikilli gestrisni. I þessu umhverfi ólst
Anna upp og lærði ung af eldri syst-
kinum að vinna heimilinu og leggja sig
alla fram.
Anna hefur vafalaust ung kynnst
mannsefni sínu, Sveini Oskari As-
björnssyni í Hrútafelli, en hann var
fæddur á Stokkseyri, en ólst upp í
Hrútafelli. Þau löðuðust hvort að öðru,
voru með líka skapgerð, ljúflynd og
hamingjusöm hvern dag. Þau hófu
búskap í austurbænum í Berjanesi 1928
og samhent tókust þau á við lífsbaráttu
þess tíma, hann fór til vers á togara
hvern vetur og aflaði þannig til heimil-
isins, og hún stóð þá ein, svo ung, en
þó svo staðföst að litlu búi, sem stækk-
aði á hverju ári. Þau byggðu upp bæinn
og nutu við það samhjálpar frá nágrön-
num og sveitungum, sem var sveita-
siður, og alltaf bjuggu þau í góðu ná-
grenni sem ekkert skyggði á. Þeirra
gagnkvæma hamingja var að eiga hvort
annað og þeirra innri skapgerð, jafn-
lyndi, róserni og gleði gagnvart hverj-
um degi kallaði á það sama hjá hverj-
um og einum sem kom á heimili þeirra.
I þessu umhverfi og andrúmslofti ham-
ingjunnar ólust drengirnir þeirra upp,
þeir senr fæddust í Berjanesi, Rútur og
Jón, og síðar þeir sem fædust á Selja-
völlum, Sigurður, Asbjörn og Grétar.
-237-