Goðasteinn - 01.09.1996, Qupperneq 240
ANNÁLAR
Goðasteinn 1996
Árið 1937 flutti fjölskyldan að
Seljavöllum. Þar tóku þau við búi af
Sigríði, en árið áður hafði Jón látist.
Sigríður var á heimili þeirra ti! dánar-
dags 1963 og naut þess að vera amman
á heimilinu. Anna og Óskar stóðu
saman að búinu eins og áður. Óskar fór
á vertíðir í Vestmannaeyjum eftir að
hann hætti á togurum, alveg fram á
fimmta áratuginn, og þá stóð Anna að
búskapnum með eldri drengjunum
sínum. íbúðarhús og flest útihús voru
byggð upp og jörðin nýtt til heyskapar
eins og landkostir gáfu tilefni til.
Traktor kom á heimilið með þeim
fyrstu í sveitinni, en þó þurfti eftir sem
áður að slá brattar brekkurnar með orfi
og ljá, og þegar Óskar gat það ekki
vegna veikinda eitt sumarið, sló hún
brekkurnar að hætti og nreð lagi bónda
síns.
Það var mikil gleði að Seljavöllum,
þegar bræður Önnu í Vestmannaeyjum
komu og virkjuðu, þannig að ljós var
lagt heim í bæ, og svo vel reyndist það
að einna seinast var það aflagt hér í
sveit með innlögn rafmagns frá Raf-
magnsveitum ríkisins.
Þannig liðu árin hjá, og þau tvö
undu sæl við sitt hlutskipti að Selja-
völlum, þar sem ævinlega var tekið á
móti gestum, ættingjum, vinum og
sveitungum af mikilli gleði. Drengirnir
þeirra fluttu að heiman og stofnuðu sín
heimili eftir því sem aldur færðist yfir,
en tveir þeir yngstu stóðu að búi með
foreldrum sínum. Sveinn Óskar and-
aðist 1967 og bjuggu þá yngri bræð-
urnir með móður sinni til 1971, en þá
Dánir
tók Grétar við búi með konu sinni,
Vigdísi Jónsdóttur, og Ásbjörn stofnaði
sitt heimili í Skógum.
Nú tók við nýtt tímabil í ævi Önnu.
Hún var til hlés og naut þess. Hún lagði
gott til þar sem hún gat, og þegar
barnabörnin fæddust gladdist hún í
hlutverki ömmunnar, sem hlúði að og
hafði alltaf tíma til að hlusta á. Þannig
tók hún hamingjusöm á móti öðrunr
barnabörnum sínum og eldri sunrar-
börnum, en með þeim öllum fylgdist
hún og gladdist yfir áföngum þeirra í
lífinu.
Anna las mikið, fylgdist með þjóð-
málum og sveitarmálum og hafði sínar
ákveðnu skoðanir, sem hún gat staðið
fast á og fylgt eftir af sinni hreinskilni
sem vinir hennar og ættingjar þekktu
svo vel.
Hún andaðist á Borgarspítalanum í
Reykjavík 15. maí 1995 og var jarðsett
frá Eyvindarhólakirkju 27. maí 1995.
(Séra Halldór Gunnarsson í Holti)
Eymundur Sveinsson frá Stóru-
Mörk, Vestur-Eyj afj öllum
Eymundur gekk inn um dyr þessa
lífs 2. apríl 1903, þegar hann fæddist
foreldrum sínunr, hjónunum Guðleifu
Guðmundsdóttur frá Syðri-Vatnahjá-
leigu í Austur-Landeyjum og Sveini
Sveinssyni frá Dalskoti. Hann var
þriðji elstur systkina sinna, fæddur í
Miðkoti í Fljótshlíð, en þau hjón áttu
10 börn. Af þeim komust 8 upp, en nú
-238-