Goðasteinn - 01.09.1996, Page 241
ANNALAR
Goðasteinn 1996
eru þrjú þeirra eftirlifandi, Guðrún,
Sigfús og Pálína.
Árið 1904 flutti fjölskyldan að
Dalskoti, þar sem Eymundur ólst upp
með systkinum sínum við búskapar-
hætti þess tíma, þar sem trúnaður við
hvert verk var í fyrirrúmi og hver og
einn innan fjölskyldunnar varð að
leggja sig allan fram, gera sitt besta og
læra með aldri og þroska að láta aldei
verk úr hendi falla. Þeim hjónum
búnaðist vel á lítilli og kostarýrri jörð,
og 1923 fluttu þau í austurbæinn í
Stóru-Mörk, þar sem þeim búnaðist
betur á stærri jörð í góðu sambýli við
nágranna sem bar aldrei skugga á. Ey-
mundur lærði af foreldrum sínum kosti
þeirra og bjó einnig að hæfileikum
þeirra, lestrarhneigð og ótrúlegu minni
móður og hógværð föður, sem leysti
alltaf úr öllum málum á yfirvegaðan
hátt og af skynsemi.
Mundi, eins og hann var svo oft
kallaður af ættingjum og vinum, fór
ungur til vers í Vestmannaeyjum, þar
sem hann var landmaður og vann
heimili sínu tekna, en kom ævinlega
Dánir
heim í heyskap á sumrin. Veturinn
1930 dó faðir hans þegar allir synirnir
voru á vertíð, og enginn þeirra komst
heim til að fylgja föður sínum, en upp
frá því var Mundi heima við bústörf,
utan eina vetrarvertíð. Guðleif tók við
búi með börnum sínum sem heima
voru, en eftir því sem árin liðu voru
það einkum bræðurnir Eymundur og
Olafur sem urðu bændur heimilisins.
Þeir voru óvenju samhentir og studdu
hvor annan. Olafur var kosinn til
margra trúnaðarstarfa og vann að
mörgum félagsmálum utan heimilisins,
en Eymundur var að baki hans og bætti
við sig störfum hans heima þegar
þurfti. Olafur giftist Guðrúnu
Auðunsdóttur frá Dalseli 1939, og tóku
þau ásamt Eymundi við búi ári síðar.
Þau þrjú stóðu síðan alltaf saman að
öllum störfum og öllum
ákvarðanatökum við búið. Eymundur
var hinn góði hirðir búsins, talaði við
skepnurnar allar og þær við hann á sinn
hátt, hundurinn, kötturinn, hestarnir,
kýrnar og kindurnar. Ættingjar, sumar-
börn og nágrannar tóku eftir þessu
nána sambandi og gleyma ekki hvernig
hundarnir fögnuðu honum, kisa malaði
í fangi hans, kindurnar komu hlaupandi
á móti honum, og hvernig hann þekkti
lömbin þeirra við rúningu að vori.
„Gæti trúað að hún ætti þetta lamb“,
sagði hann, og það reyndist ævinlega
rétt.
Eymundur átti ekki börn, en þó
fannst honum hann vera ríkur af börn-
um. Áslaug, dóttir Ólafs og Guðrúnar,
var á sinn hátt einnig dóttir hans, svo
-239-