Goðasteinn - 01.09.1996, Page 243
ANNÁLAR
og Þorleifur Kristinn Oddsson frá
Hvammi í Holtum. Guðmundur var
fjórði í röð 10 systkina, 8 þeirra
komust upp.
Guðmundur ólst upp í foreldrahús-
um, byrjaði snemma að vinna líkt og
þá tíðkaðist og um 16 ára aldur fór
hann að fara til vers eins og títt var um
unga menn á Suðurlandi í æsku hans.
Sótti hann vertíðir sem hófust á út-
mánuðum, bæði í Reykjavík og Hafn-
arfirði, til margra ára.
Þegar Guðmundur var 19 ára and-
aðist faðir hans og varð hann þá
fyrirvinna heimilisins og aðstoðaði
móður sína við uppeldi yngri systkina
sinna. Foreldrar hans höfðu leigt jörð-
ina en það átti ekki við skap Guðmund-
ar að vera leiguliði og því lagði hann
hart að sér að geta keypt jörðina sem
honum tókst 24 ára að aldri.
Þann 9. maí 1931 gekk Guðmundur
að eiga Guðrúnu Guðnadóttur frá
Hvammi í Holtum og tók hann þá
formlega við búskap af móður sinni er
dvaldist hjá þeim allt til æviloka. Stýrði
Guðrún húsi þeirra, sem átti eftir að
verða mannmargt oft á tíðum, af fág-
aðri háttprýði, höfðingsskap og reglu-
semi. Eignuðust þau synina tvo, þá
Þorleif Kristin, trésmíðameistara í
Reykjavík og Guðna, bónda á Þverlæk.
Þegar þau hjón hófu búskap sinn var
kreppa á íslandi. Húsakostur á Þverlæk
var fábrotinn á þessum árum, en jörðin
landkostagóð þó ekki væri mikil rækt-
un hafin. Samhent stóðu þau að upp-
byggingu búsins og uppeldi barnanna
sem öll þeirra gleði og hamingja snerist
Dánir
um. Árin sem í hönd fóru voru miklir
vinnutímar og um leið og synirnir uxu
úr grasi fóru þeir að taka til hendinni
og aðstoða foreldra sína.
Guðmundur var fyrst og fremst
bóndi og lífshlaup hans fólst í því að
gera Þverlæk að myndarlegu býli með
reisulegum byggingum og miklum
ræktunarframkvæmdum. Bóndi var
hann af lífi og sál og alveg sérstakt
snyrtimenni í allri umgengni.
Guðmundur trúði á framtíð íslensks
landbúnaðar og taldi þjóðinni fyrir
bestu að vera sjálfri sér nóg og umfram
allt að nýta vel gæði lands og sjávar.
Hann var félagssinnaður og bar hag og
velferð sveitar sinnar fyrir brjósti og
beitti sér á þeim vettvangi til eflingar
sveitinni og samfélagsins. Hann var
staðfastur og íhugull og hafði snemma
mótað með sér létta skapgerð en að
eðlisfari hlédrægur og þó skapmikill.
Árið 1957 gekk Guðni sonur hans til
liðs við hann og tók við jörðinni að
fullu 1973, en Guðmundur og Guðrún
bjuggu í góð og heillarík ár í skjóli
sonar síns og tengdadóttur alll til 1976
að Guðrún andaðist en Guðmundur
naut umönnunar þeirra allt til dánar-
dægurs. Það var honum ómetanlegt að
fá að dveljast að Þverlæk og fylgjast
með afkomendum sínum halda áfram
því starfi er hann hóf.
Guðmundur andaðist að kvöldi 18.
janúar 1995. Útför hans var gerð frá
Fossvogskirkju 30. janúar 1995.
(Séra Halldóra J. Þorvarðardóttir í
Fellsmúla)
Goðasteinn 1996
241-