Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 244
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Guðni Guðjónsson frá Brekkum,
Hvolhreppi
Guðni Guðjónsson var fæddur á
Brekkum í Hvolhreppi 11. júní 1898 og
lést 14. apríl 1995 á St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði. Foreldrar hans voru hjónin
Guðbjörg Guðnadóttir og Guðjón Jón-
geirsson og voru börn þeirra 9 er upp
komust í aldursröð talin: Ingigerður,
Guðni, Katrín Jónína, Guðjón, Guðný,
Anna, Björgvin Kristinn, Guðrún og
Bogi Pétur. Þrjú yngstu systkinin lifa
Guðna bróður sinn.
Guðni ólst upp hjá foreldrum sínum
á Brekkum, en ungur að árum fór hann
sem vinnumaður til móðurafa síns og
nafna að Guðnastöðum í Austur-
Landeyjum og var þar fram yfir tví-
tugsaldur. Arið 1922 kvæntist hann
Jónínu Guðmundu Jónsdóttur frá
Austur-Búðarhólshjáleigu og munu þau
hafa búið fyrsta hjúskaparár sitt á
Brekkum en síðan á Guðnastöðum
næstu árin frá 1923-26. Þaðan fluttu
þau til Vestmannaeyja þar sem þau
voru í 1 ár.
Dánir
Árið 1927 fluttu þau aftur að Brekk-
um með 3 elstu börn sín sem þá voru
fædd. Tóku þau þar við hálfri jörðinni
á móti foreldrum Guðna og, eftir að
þau hættu búskap, á móti Björgvini
bróður hans og Ragnheiði konu hans.
Árið 1942 tók Guðni svo við allri
jörðinni og bjó þar allt til ársins 1971.
Þau Guðni og Jónína eignuðust alls
12 börn en misstu eitt þeirra nýfætt.
Þau sem upp komust eru: Valgerður,
Ingólfur, Guðni Björgvin, Ágústa,
Haraldur, Gunnar, Hafsteinn, Júlíus,
Guðjón Sverrir, Dagbjört Jóna, og
Þorsteinn. Konu sína missti Guðni árið
1969 eftir erfið veikindi hennar og mun
það áfall hafa leitt til þess að hann brá
búi og seldi jörð sína tveimur árum
síðar. Afkomendur þeirra hjóna eru við
fráfall Guðna 82 talsins, þar af 30
barnabörn. Guðna veittist til hárrar elli
að njóta gleði og stolts af þessum stóra
hópi afkomenda sinna. Hann hlaut líka
að bera þung áföll við missi ástvina, en
5 af börnum hans höfðu látist á undan
honum. Hann átti þá lífssýn og það
trúartraust, sem gerir manninn sterkan í
mótlætinu og hélt hann andlegum
kröftum og þrótti í hugsun og minni
nær til æviloka.
Guðni og Jónína voru samhent í
forsjá heimilis og barna og unnu með
sameinuðum kröftum það afrek að
koma til manndóms og þroska hinum
stóra barnahópi sínum við þær
aðstæður og erfiðleika sem nútímakyn-
slóðin hvorki þekkir né skilur.
Guðni var bóndi af lífi og sál. Hafði
yndi af því að hirða bústofn sinn,
-242-