Goðasteinn - 01.09.1996, Page 245
ANNÁLAR Goðasteinn 1996 Dánir
natinn við að láta honum líða vel,
laginn við að hjálpa þegar eitthvað var
að skepnum og oft sóttur til hjálpar
þegar út af bar í þeim efnum hjá
nágrönnum og sveitungum. Hann átti
og gæðinga sem hann naut yndis af,
einnig eftir að hann flutti að Selfossi á
efri árum. Reglusemi og snyrtimennska
einkenndi allan búskap Guðna á Brekk-
um. Smekkvísi og hirðusemi, utan húss
sem innan, bar húsráðendum fagurt
vitni svo að til eftirbreytni var. Hið
stóra heimili þurfti mikils við og sam-
hliða búskapnum sótti Guðni alls 20
vertíðir til Vestmannaeyja. Hann húsaði
og ræktaði jörð sína eftir því sem tök
voru á. Hagur vænkaðist eftir því sem
árin liðu og börnin fóru að létta undir
með foreldrum sínum.
Eftir að Guðni lét af búskap fluttist
hann til dóttur sinnar í Kópavogi og
vann hjá trésmiðjunni Víði í Reykjavík
í 2 ár. Síðan bjó hann á Selfossi og
stundaði þar söðlasmíði allt fram undir
það að hann fluttist á Hrafnistu árið
1991. Á Selfossi var Guðni mjög
virkur í félagsstarfi aldraðra og skrifaði
þá oft ferðasögur og annan fróðleik í
héraðsblöðin.
Guðni lést tæplega 97 ára að aldri á
föstudaginn langa, 14. apríl, og var
útför hans gerð frá Fossvogskapellu í
Reykjavík25. apríl 1995.
(Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson á
Breiðabólsstað)
Guðrún Eiríksdóttir frá Hlíð,
Austur-Eyj afj öllum
Guðrún fæddist 11. apríl 1941 á
Borgarkoti á Skeiðum, en þar bjuggu
þá foreldrar hennar, Eiríkur Eiríksson
frá Votumýri í Skeiðahreppi og
Ingibjörg Erlendína Kristinsdóttir frá
Neðra-Ási í Skagafirði. Hún var yngst
fjögurra systkina, en eftirlifandi eru
Kristín Sigurlína, Vilhjálmur Halldór
og Ástvaldur Leifur. Jörðin var erfið
búskaparjörð og það reyndi því á
samheldni fjölskyldunnar og að allir
legðu sig fram og gerðu sitt besta. Árið
1955 flutti fjölskyldan að Hlemmi-
skeiði, þar sem unglingsárin mættu
Guðrúnu. Hún lauk námi í skóla og
hjálpaði móður sinni við húsmóður-
störfin á stóru heimili, en móðir hennar
hafði þurft að mæta erfiðri fötlun og
lömun.
Guðrún tókst á við öll störf sín með
gleði, og ailtaf voru til úrræði, og
ekkert var of þungt að bera, og sann-
arlega reyndi hún að létta byrði móður
-243-