Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 246
ANNALAR
Goðasteinn 1996
sinnar. Um 1960 hóf hún störf á
sjúkrahúsi Selfoss og eignaðist árið
1962 Hugrúnu Kristínu Helgadóttur.
Vorið 1963 flutti hún með dóttur sinni
að Hlíð og hóf þar ráðskonustörf, en
28. desember það ár giftist hún Sigur-
jóni Sigurgeirssyni bónda, en þeir
bræður Sigurjón og Sigurbergur bjuggu
þar félagsbúi, og einnig átti þar heimili
bróðir þeirra, Geir. Börnin þeirra fædd-
ust hvert af öðru, Eiríkur Ingi, Sigurlín
Þórlaug og Sigurgeir Hlíðar. Gleði
foreldranna var mikil með hverju barni
sem fæddist og síðan að taka þátt í
þroska þeirra og uppvexti, kenna þeinr
bústörfin og það lífslögmál að líta til
eins dags í einu og njóta þess sem sá
dagur gæfi.
Guðrún tók þátt í bústörfunum með
þeim bræðrum og lagði sitt af mörkum
hér í sveit með þátttöku í kvenfélaginu
og í kirkjukórnum. En mest virði var
hennar innri persóna, þar senr hún sótti
styrk sinn og gleði. Þeir bræður
Sigurjón og Sigurbergur áttu báðir við
sönru veikindi að stríða gagnvart vinnu
í heyi, og reyndi þá verulega á Guð-
rúnu og fjölskylduna. Sigurbergur lést
1984 og ári síðar Sigurjón. Bjó Guðrún
þá í eitt ár með syni sínum Eiríki, en
flutti þá til Hafnarfjarðar með yngsta
syni sínum, Sigurgeiri, og dætrum sem
voru um það leyti að stofna sín heimili.
Þann 30. september 1989 giftist hún
eftirlifandi manni sínum, Steingrími
Guðna Péturssyni, og stofnuðu þau
nokkru síðar heimili sitt að Hraunbæ
68 í Reykjavík. Þar hittust hjá þeim
börn þeirra beggja, vinir þeirra og
Dánir
ættingjar, og allir sem þangað komu
fundu gleði þeirra yfir að hafa fundið
hvort annað og geta átt ævikvöldið
saman. Eins og alltaf var Guðrún glöð
og þakklát fyrir hvern dag. Hún vann
að húshjálp í Hafnarfirði og Reykjavík
og eignaðist kæra vini í því starfi.
Guðrún hafði verið heilsulaus, en
fjórum árunr fyrir andlát sitt kenndi
hún þess meins sem dró hana til hins
óumflýjanlega. Hún barðist hugrökk
við sjúkdóminn, staðráðin í að sigra.
Og vissulega sigraði hún á sinn hátt,
því að hún bugaðist aldrei, missti aldrei
vonina. Hinn 4. júní 1995 lést hún
síðan á Landspítalanum í Reykjavík.
Hún var jarðsett frá Eyvindarhólakirkju
10. júní 1995.
(Séra Halldór Gunnarsson í Holti)
Gunnar Jónsson í Nesi,
Rangárvöllum
Gunnar Jónsson var fæddur að
Skorrastað í Norðfirði hinn 12. mars