Goðasteinn - 01.09.1996, Side 247
ANNÁLAR
árið 1904. Foreldrar hans voru Jón
Bjarnason bóndi á Skorrastað í Norð-
firði og Halldóra Bjarnadóttir frá
Neðra-Skálateigi í sömu sveit. Systkini
hans samfeðra voru þau Bjarni og
Guðriin, sem bæði eru látin, og sam-
mæðra systkini hans eru Sigurbjörg
Bjarnadóttir og Armann Bjarnason,
sem bæði lifa bróður sinn.
Gunnar ólst upp hjá föður sínum á
Skorrastað frá 8 ára aldri, en 15 ára
gamall hleypti hann heimdraganum og
hélt í vinnumennsku norður í Bárðardal
í nokkur ár. Arið 1925 kom hann suður
á Rangárvelli, var fyrst vinnumaður á
Stóra-Hofi um hríð, en vann síðar að
jarðabótum víðar í héraðinu.
Gunnar kvæntist hinn 7. maí 1933
eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu
Jónsdóttur frá Hrafntóftum, dóttur
hjónanna Önnu Guðmundsdóttur og
Jóns Jónssonar er þar bjuggu. Fyrsta
búskaparárið áttu ungu hjónin heima í
Gunnarsholti, en bjuggu á Selalæk frá
1934-1938. Þá reistu þau sér nýbýlið
Nes úr landi Helluvaðs, og hafa búið
þar síðan við mikla farsæld. Þeim varð
auðið þriggja sona, sem allir eru fjöl-
skyldumenn og eiga afkomendur. Þeir
eru Jóhann, búsettur á Seltjarnarnesi,
kvæntur Eddu Þorkelsdóttur, Jón Bragi,
kvæntur Unni Þórðardóttur og búa þau
á Hellu, sem og yngsti bróðirinn, Krist-
inn, sem kvæntur er Unni Einarsdóttur.
Fyrir hjónaband eignaðist Gunnar dótt-
urina Huldu Long, sem ólst upp hjá
móður sinni, Ingibjörgu Stefánsdóttur
frá Seldal í Norðfirði. Hulda var fyrr
gift Sigurði Þórarinssyni, en seinni
Dánir
maður hennar var Guðjón Bjarnason.
Hún bjó í Reykjavík, en lést árið 1980.
Samhliða búskap í Nesi stundaði
Gunnar vinnu í pakkhúsi hjá Kaup-
félaginu Þór um hríð, en þegar
rafvæðing sveitanna hófst árið 1947
tók hann til starfa hjá Rafmagnsveitum
ríkisins, þar sem hann starfaði óslitið til
sjötugsaldurs við mælaálestur, inn-
heimtu, viðgerðir og eftirlit um alla
sýslu, og reyndist þá oft vel útsjónar-
semi hans og ósérhlífni við viðgerðir í
misjöfnum veðrum. Hann varð því
kunnugur á hverjum bæ í héraðinu, og
kom sér vel hvarvetna, greiðvikinn og
samviskusamur maður. Gunnar var alla
tíð félagslyndur reglumaður og lagði
mörgum góðum málstað lið. Hann var
alþýðlegur menningarmaður af bestu
gerð, bókhneigður og tónelskur, lék á
fiðlu sem ungur maður, og síðar meir
spilaði hann á orgel sjálfum sér til
gagns og gleði. Bindindismaður var
hann af hugsjón, starfaði um árabil í
stúkunni Gróandanum nr. 234, og
gegndi þar starfi umboðsmanns stór-
templars. Oddakirkja og söfnuður nutu
og krafta hans um langt árabil, því
hann var kjörinn í sóknarnefnd vorið
1945 og varð formaður hennar strax
um haustið. Því embætti gegndi hann
með sóma í rétt 34 ár, eða til hausts
1979. Starfi safnaðarfulltrúa gegndi
hann og árum saman, og meðhjálpari
við Oddakirkju var hann á fimmta
áratug, frá 1944-1985. Öll þessi
hlutverk, sem oft geta verið annasöm,
og eru í eðli sínu mikil ábyrgðarstörf,
þótt þau kunni að láta lítið yfir sér,
Goðasteinn 1996
-245-