Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 248
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Dánir
rækti hann af óeigingirni, samvisku-
semi og heilum huga hins trúhneigða
manns, með einlægni og gleði, og þáði
ekki laun fyrir.
Gunnar sat ekki auðum höndum
eftir að hann settist í helgan stein.
Hann stytti sér stundir við renni-
bekkinn og smíðaði ýmsa skrautmuni
og nytjahluti úr tré. Þá var hann lið-
tækur við heimilisstörfin, og með
sérstakri samheldni og samhjálp auðn-
aðist þeim Guðrúnu að halda saman
heimili, ein og óstudd að kalla, fram á
tíræðisaldur. Góð heilsa var eitt lán
Gunnars af mörgum, en haustið 1995
tók að halla undan fæti. Hann dvaldi þá
í sjúkrahúsi um skamman tíma, og í
kjölfar stöðugt þverrandi heilsu flutti
hann sig yfir heimahlaðið á Dvalar-
heimilið Lund. Sú dvöl stóð í rétta
viku, því þar lést hann 6. desember, 91
árs að aldri. Gunnar var jarðsettur í
Odda 16. desember 1995.
(Séra Sigurður Jónsson í Odda)
/
Gunnar Magnússon, Artúnum,
Rangárvöllum
Gunnar Magnússon var fæddur í
Gerði í Vestmannaeyjum hinn 4. apríl
1928. Foreldrar hans, sem þar bjuggu,
voru hjónin Auðbjörg María Guð-
laugsdóttir frá Gerði og Magnús Gunn-
arsson frá Hólmum í Austur-Land-
eyjum. Var Gunnar næstelstur 5 barna
þeirra, og lifa systkinin, þau Guðlaug,
Ragnheiður, Geir og Olafur, öll bróður
sinn. Strax á fyrsta æviári Gunnars
fluttist fjölskyldan að Syðri-Úlfs-
stöðum í Austur-Landeyjum og bjó þar
næstu 4 árin, en frá 1932 í Ártúnum á
Rangárvöllum, og þar ól Gunnar
heitinn aldur sinn æ síðan. Bernsku-
heimili hans einkenndist af menningu
og myndarskap á alla lund og mótaði
hug hans og hönd frá ungum aldri, sem
samfara góðu upplagi lagði grunn að
gæfu og gjörvileika sem alla ævi voru
samofnir þættir í fari Gunnars. Hann
naut venjulegrar barnafræðslu í upp-
vextinum, tók snemma þátt í bústörf-
unum og í fyllingu tímans hleypti hann
heimdraganum, fór til náms í Héraðs-
skólanum á Laugarvatni tvo vetur, frá
1945-1947, og þaðan í Samvinnu-
skólann í Reykjavík jafnlengi, frá
1947-1949. Var honum námsdvölin
syðra einkar minnisstæð, ekki síst
vegna kynna sinna af hinum kunna
stjórnmálamanni og skólafrömuði,
Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Að námi
loknu kom Gunnar heim á ný, og vann
næstu ár ýmis störf til lands og sjávar.
Snemma eignaðist hann vörubíl og
vann á honum að vegagerð um árabil
ásamt fleiru er til féll. Við þessi störf
-246-