Goðasteinn - 01.09.1996, Page 249
ANNALAR
Goðasteinn 1996
sem önnur er Gunnar kom að, gat hann
sér orð fyrir dugnað og reglusemi, sem
löngum fylgdi honum.
Árið 1954 tók Gunnar við búi í Ár-
túnum af foreldrum sínum ásamt heit-
konu sinni, Sigríði Svanborgu, dóttur
Símonar Guðmundssonar og konu
hans, Pálínu Jóhönnu Pálsdóttur í Vest-
mannaeyjum. Dóttir Sigríðar, Birna
Kristín Lárusdóttir, fylgdi henni að
Ártúnum og ólst þar upp síðan. Hún
býr nú búi sínu að Efri-Brunná í Saur-
bæ í Dalasýslu ásamt eiginmanni sín-
um, Sturlaugi Eyjólfssyni.
Gunnar og Sigríður gengu í hjónaband
á gamlársdag 1971. Þeim búnaðist vel í
Ártúnum, stóðu með reisn og rausn
fyrir glæsilegu búi sem ber dugnaði
þeirra, elju og frábærri umgengni
fagurt vitni, enda féllu þeim í skaut
ýnrsar viðurkenningar fyrir snyrti-
mennsku. Vakinn og sofinn annaðist
Gunnar um bú sitt, fylgdist grannt með
hverjum grip sem hann nefndi flesta
nreð nafni, og gæddur næmri ti 1-
finningu fyrir þörfunr þeirra. Hann var
bóndi af lífi og sál og því réttnefndur
sómi sinnar stéttar. Greind hans og
víðsýni gerðu honum þó kleift að sjá út
fyrir túngarðinn, því hann gaf gangi
þjóðmála ríkan gaum, fylgdist gjörla
með fréttum og las töluvert eftir því
sem næði gafst til. Hann var vel að sér
í Islendingasögunum, varð tíðum
vitnað til manna og atburða úr Njáls-
sögu, og naut þess að láta hugann reika
um þau svið. Gunnar tók virkan þátt í
félagsmálum og hlaut liltrú samferðar-
manna sinna til að takast á hendur
Dánir
ýmsar ábyrgðarstöður á þeim reit. Sat
hann í hreppsnefnd Rangárvallahrepps
tvö kjörtímabil; 1974-1978 og aftur frá
1982-1986.
Gunnar var alla jafna hraustur
maður, þótt stundum væri hann að
vonum þreyttur eftir langan og eril-
saman vinnudag. Aldrei æðraðist hann
yfir slíku, enda dulur maður og hljóður
um eigin hag. Vorið 1995 gekk hann
heill til skógar eftir því sem best var
vitað, en er leið á sumarið varð ljóst að
banameinið hafði búið um sig í honum.
Eftir hraða og harða sjúkdómsbaráttu
og skamma legu á Landsspítalanum í
Reykjavík, lést hann þar hinn 5. sept-
ember 1995, 67 ára að aldri. Hann var
jarðsettur í Odda hinn 16. september.
(Séra Sigurður Jónsson í Odda)
Hafsteinn Guðnason frá Brekkum,
Hvolhreppi
Hafsteinn Guðnason var fæddur á
Brekkum í Hvolhreppi 22. okt. 1932 og
lést í Reykjavík 20. febr. 1995. For-
-247-