Goðasteinn - 01.09.1996, Page 250
ANNÁLAR
eldrar hans voru hjónin Guðni Guð-
jónsson og Jónína Guðmunda Jóns-
dóttir. Voru börn þeirra 1 1 er upp
komust og í aldursröð talin: Valgerður,
Ingólfur, Guðni Björgvin, Agústa,
Haraldur, Gunnar, Hafsteinn, Júlíus,
Guðjón Sverrir, Dagbjört Jóna, og Þor-
steinn.
Hafsteinn ólst upp hjá foreldrum
sínum og fór snemma að hjálpa til við
bústörfin. Vandist hann þar við iðju-
semi og snyrtimennsku, en heimilið þar
á Brekkum var orðlagt fyrir þessar
dyggðir, sem voru í heiðri hafðar bæði
innan húss og utan. Eftir fermingu fór
Hafsteinn einnig að vinna utan heimilis
við ýmis störf. Var hann m.a. um tíma á
prestssetrinu að Breiðabólsstað og
tengdist þá stað og fólki þar þeini
böndum sem aldrei rofnuðu með öllu
upp frá því. Kom þar fram trygglyndi
Hafsteins og vinfesta, sem var eitt
megineinkenni hans. Hann var vinur
vina sinna og sýndi það einatt í verki.
Hafsteinn stundaði einnig vertíðar-
störf að vetrinum á yngri árum. Síðan
réðist hann til Skipadeildar Sambands
ísl. samvinnufélaga og var í millilanda-
siglingum á skipum þeirra árum saman.
Var hann þar vel metinn sökum trú-
mennsku sinnar og samviskusemi, því
hann vildi í engu bregðast því sem
honum var til trúað og vann þau verk
er honum voru falin af fúsleika og
skyldurækni.
Hann varð fyrir alvarlegu vinnuslysi
og bjó síðustu árin við varanlega
örorku af þeim sökum, svo að hann
varð að hætta siglingum. Kom þá í ljós
Dánir
að vinnuveitendur hans höfðu lært að
meta trúmennsku hans og langa þjón-
ustu og réðu hann til starfa sem honum
hentuðu á skrifstofum fyrirtækisins, í
sendiferðir o.l'l. og vann hann þar svo
að segja fram á síðasta dag.
Hafsteinn var með nokkrum hætti
einfari í lífinu og kann þeim sem lítt
voru kunnugir að liafa fundist hann
bera þar nokkuð skarðan hlut frá borði.
Sjálfur gladdist hann yfir velgengni
vina sinna og lét sér mjög annt um
systkini sín og íjölskyldur þeirra og átti
drjúgan hlut að því að efla þá sam-
kennd og samstöðu sem einkennt hefur
stórfjölskylduna frá Brekkum.
Hafsteinn hafði búið sér fallegt
heimili að Spóahólum 16 í Reykjavík
þar sem búnaður allur og umgengni bar
fagurt vitni um smekkvísi hans og
snyrtimennsku.
Utför hans var gerð frá Fossvogs-
kapellu í Reykjavík 28. febrúar 1995.
(Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson á
Breiðabólsstað)
Ingólfur Ingvarsson frá Neðra-Dal,
Vestur-Eyjafjöllum
Ingólfur fæddist í Selshjáleigu 12.
september 1904, sonur hjónanna
Ingvars Ingvarssonar frá Neðra-Dal og
Guðbjargar Olafsdóttur frá Hellis-
hólum í Fljótshlíð. Hann var þriðja
barn þeirra sem upp komust af 16 syst-
kinum, en fimm þeirra dóu ung. Nú eru
fjögur þeirra eftirlifandi, Lilja, Lovísa,
Leó og Ingibjörg.
Goðasteinn 1996
-248-