Goðasteinn - 01.09.1996, Page 252
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Dánir
það Sörli. Hundarnir á Neðra-Dal virt-
nst alltaf hafa mannsvit, en það var
eins nreð þá og hestana, Ingólfur talaði
við skepnurnar sínar eins og menn, og
húsdýrin skildu hann og viðmót hans.
A fardögum 1973 fluttu hjónin
heimili sitt í Hvolsvöll að Hvolsvegi 9,
þar sem synir þeirra áttu heimili og
stutt var til barnabarna. Ingólfur aðlag-
aði sig enn nýjum tíma, eignaðist nýja
vini, tók glaður á móti gestum með
konu sinni, og var samt bóndi áfram,
heyjaði sýslumannslóðina, hafði hesta
á stalli, og það sem engum datt í hug
gerði hann létt, tók bílprófið 69 ára og
fylgdi því eftir með því að keyra konu
sína hringinn í kringum landið árið
eftir.
Þannig var Ingólfur, hafði fá orð um
hlutina, en framkvæmdi það sem hann
ætlaði sér með stuðningi konu sinnar
og barna, sem voru það dýrmætasta
sem hann átti. Hann naut þess að eld-
ast, fór í heimsóknir, á mannamót og á
þorrablót í Hvolsvelli og undir Fjöllum
og yngdist í einu vetfangi um mörg,
mörg ár, þegar hann dansaði léttan
tangó við konu sína, sem var honum
meira en kær. Hún var hluti af honum
sjálfum, því þau tvö höfðu á langri ævi
orðið eitt, eins og orð hjónavígslu
þeirra höfðu kveðið á um.
Ingólfur var heilsuhraustur alla ævi.
Um miðjan febrúar 1995 fékk hann
snert af heilablóðfalli og var fluttur á
Sjúkrahús Suðurlands. Þar lést hann
16. mars. Hann var jarðsettur frá Stóra-
Dalskirkju 25. mars 1995.
(Séra Halldór Gunnarsson íHolti)
Ingólfur Markússon Valstrýtu,
Fljótshlíð
Ingólfur Markússon var fæddur í
Valstrýtu í Fljótshlíð 8. febr. 1916 og
lést á Vífilsstaðaspítala 1. okt. 1995.
Foreldrar hans voru hjónin Sigríður
Aradóttir frá Valstrýtu og Markús
Gíslason frá Miðhúsum í Hvolhreppi
en þau hófu búskap í Valstrýtu árið
1899. Ingólfur ólst upp hjá foreldrum
sínum, yngstur 8 systkina, sem nú eru
öll látin. Systkini hans voru, talin í
aldursröð: Ari, Bjarni, Sigríður, Gísli,
Guðbjörg, Marta og Þórarinn sem lést
af slysförum 11 ára að aldri.
Ingólfur missti föður sinn rúmlega
tvítugur, árið 1937, en móðir hans hélt
áfram búskap með börnum sínum uns
hún lést árið 1949. Eftir það bjó
Ingólfur áfram í Valstrýtu með syst-
kinum sínum, þeim Bjarna, Guðbjörgu
og Mörtu. Bjarni bróðir hans féll frá á
besta aldri árið 1956 og Marta systir
hans dó vorið 1968 aðeins 56 ára að
aldri.
-250-