Goðasteinn - 01.09.1996, Page 254
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Borgarfirði. Tíu ára missti Jónína móð-
ur sína og þá voru fjögur systkinanna
látin. A ellefta ári fór Jónína austur að
Hörgslandi á Síðu og dvaldist þar hjá
þeinr landskunna manni, sem aldrei var
nefndur annað en Loftur póstur, en var
Olafsson. Hjá Lofti pósti og fjölskyldu
hans var hún í eitt ár og minntist þess
oft, hve henni leið vel þar. Þaðan fór
hún svo að Vatnshóli til Þórðar föður-
bróður síns og hans fjölskyldu og var
þar í 3 ár. Eftir það kom hún aftur að
Vorsabæ.
Það var svo árið 1938, sem hún hóf
búskap í Vorsabæ með Guðmundi
Júlíusi Jónssyni frá Borgareyrum. Þau
voru síðan gefin saman í hjónaband að
Bergþórshvoli af séra Jóni Skagan
þann 28. janúar árið 1939. Árið 1989
missti Jónína Guðmund eiginmann
sinn og var hann jarðsunginn á gifting-
ardeginum þeirra, sem þá var jafnframt
gullbrúðkaupsdagurinn. Og enn bar
það svo upp á sama mánaðardaginn, að
Jónína var jarðsungin við hlið eigin-
manns síns.
Þegar Jónína var 29 ára að aldri var
hún búin að missa foreldra sína og 8
systkini að auki. Þau Guðmundur og
Jónína í Vorsabæ eignuðust átta börn,
en árið 1955 misstu þau dreng sem
Björgvin hét og var þá á 4. ári. Barna-
börnin eru 25 og barnabarnabörnin eru
18. Börn Guðmundar og Jónínu eru:
Jón Þórir býr í Berjanesi í Vestur-Land-
eyjum. Kona hans er Erna Árfells og
eiga þau 3 börn. Guðrún Ingibjörg gift
Olafi Agnari Guðmundssyni. Þau eiga
heima á Hellu og eiga 3 börn. Bóel
Dánir
Jónheiður gift Olafi Tryggvasyni.
Þeirra heimili var að Raufarfelli undir
Austur-Eyjafjöllum og börnin eru 8.
Bóel gat verið við útför móður sinnar
þrátt fyrir mikil og alvarleg veikindi,
en lést svo í byrjun þessa árs. Ásgerður
Sjöfn, var gift Helga Jónssyni (látinn)
og bjuggu þau í Lambhaga á Rangár-
völlum. Þeirra börn eru 6 og búa þau í
Lambhaga með móður sinni. Erlendur
Svavar sem býr með Ástu Guðmunds-
dóttur á Arnarhóli í Vestur-Landeyjum.
Þau eiga eitt barn. Jarþrúður Kolbrún
gift Helga Benóný Gunnarssyni að Brú
í Austur-Landeyjum. Þau eiga eina fós-
turdóttur. Og Björgvin Helgi sem býr
með Kristjönu M. Oskarsdóttur í
Vorsabæ og eiga þau þrjú börn.
Jónína í Vorsabæ var mjög heima-
kær. Hún var lengst af heilsuhraust og
áberandi sterk andlega sem líkamlega.
Hún var mjög árrisul og slapp aldrei
verk úr hendi, gestrisin, fróð og við-
ræðugóð eins og maður hennar. Hún
naut þess að eiga góða og fallega hesta
og dýrum var hún góð. Gamla Vorsa-
bæjarheimilið var í þjóðbraut og rómað
fyrir myndarskap, hjálpsemi og gest-
risni.
Jónína var mjög veðurglögg og
fylgdist vel með gangi himintungla.
Hún var einkar hreinskiptin og fjallaði
um menn og málefni hreint út og af
heiðarleik. Allt af tók hún málstað
þeirra sem minna máttu sín. Jónína var
í flestu stórbrotin og eftirminnileg. Hún
andaðist í Vörsabæ 10. janúar 1995, 83
ára að aldri, og var útför hennar gerð
frá Voðmúlastaðakapellu 28. s.m.
-252-