Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 255
Goðasteinn 1996
ANNÁLAR
Fjögur síðustu æviárin dvaldist hún að
Brú hjá Jarþrúði og hennar fjölskyldu.
Jónína var um fermingu, þegar hún
orti fagurt kvæði um móður sína, sem
þá var látin fyrir 3-4 árum. Flún var svo
sjálf kvödd með þessu ljóði eins og
börn hennar óskuðu eftir:
„Ég minnist þín, ó, mamma
mín,
hve mild og hlý var höndin þín.
Þú vafðir mér að votri kinn
og vermdir litla kroppinn minn.
Þú söngst í hug og hjarta mér,
heilög ljóð frá sjálfri þér.
Þú vildir gleðja og græða sár,
gæfu veita og þerra tár.
Ég vil; mamma, þakka þér,
það, sem gafstu snauðri mér.
Vertu elsku mamma mín,
mér við hlið, er ævin dvín“.
(Séra Páll Pálsson á Bergþórshvoli)
Jórunn Þorgeirsdóttir Stöðlakoti,
Fljótshlíð
Jórunn Þorgeirsdóttir var fædd í
Stöðlakoti í Fljótshlíð 30. des. 1904 og
lést á Selfossi 3. júní 1995. Foreldrar
hennar voru hjónin Halla Björnsdóttir
og Þorgeir Guðnason er bjuggu um 40
ára skeið í Stöðlakoti á árunum 1897-
1938. Jórunn var yngst 5 systkina, sem
nú eru öll látin, en þau voru auk Jór-
unnar talin í aldursröð: Kristín, Mar-
Dánir
grét, Þórhallur og Guðni. Jórunn ólst
upp hjá foreldrum sínum og var þeirra
stoð og hjálparhella þegar aldur færðist
yfir þau og allt til þeirra æviloka. Arið
1938 fluttist að Stöðlakoti Sigurður
Finnbogason frá Hofi í Öræfum og
tóku þau Jórunn þá við búinu af for-
eldrum hennar. Þau Jórunn og Sigurður
giftust árið 1947 og bjuggu þau í
Stöðlakoti til haustsins 1976, en Sig-
urður lést hálfu ári síðar í maí 1977.
Þau eignuðust 3 börn, dæturnar Höllu
og Önnu og soninn Níels, sem þau
misstu tveggja mánaða gamlan. Dætra-
synir Jórunnar eru 5 og afkomendur
alls 8 við lát hennar.
Jórunn átti lögheimili í Stöðlakoti til
dauðadags og var aldrei langdvölum
annars staðar. A yngri árum vann hún
einn vetur í Vestmannaeyjum og tvo
vetur var hún í vist á Breiðabólsstað.
Jórunn var mikil búkona, eins og
hún átti ætt til, og verkin léku í hönd-
um hennar hvort sem unnið var úti eða
inni. Hannyrðakona var hún mikilvirk
og listfeng og óspör á að gleðja vini
sína með handavinnu sinni.
-253-