Goðasteinn - 01.09.1996, Page 256
ANNÁLAR Goðasteinn 1996 Dánir
En lífsbaráttan var einatt hörð, á svo
lítilli jörð sem Stöðlakot er. Það er
nútímanum næsta óskiljanlegt hvernig
hægt var að framfleyta fjölskyldu á svo
litlum landsnytjum og smáum bústofni.
Nýtni og nægjusemi var eitt af því sem
gerði þetta mögulegt. Og um margt
varð að neita sér sem nú þykja sjálf-
sagðir hlutir. En samhjálp og greiða-
semi þótti eðlileg og sjálfsögð milli
vina og granna og hjónin í Stöðlakoti
lögðu fram krafta sína bæði í eigin
þágu og annarra. Jórunn var holl sínu
samfélagi, lagði til eins konar kjölfestu
og sameiningarmátt, enda trygglynd og
vinföst og um leið umburðarlynd og
fordómalaus.
Eftir að Jórunn missti mann sinn
árið 1977 bjó hún allmörg ár ein í
Stöðlakoti en dvaldist þó tíma og líma
hjá dætrum sínum og tengdasonum.
Hún naut einnig á þessum árum að-
stoðar og umhyggju góðra nágranna
sem ævinlega voru boðnir og búnir til
hjálpar þegar með þurfti.
Haustið 1989, er heilsu Jórunnar tók
enn að hnigna, fluttist hún á Dvalar-
heimilið Kirkjuhvol í Hvolsvelli og átti
þar síðustu árin í hópi vina og jafn-
aldra. Undi hún sér þar vel þótt alltaf
væri hugurinn heima, við litla bæinn
sem stendur öðrum bæjum hærra með
víðsýni yfir sveit og hérað, inn til jökla
og út til Eyja. Ovíða getur yfirbragðs-
meiri útsýn eða svipfríðari sjónarhring.
Vorið 1994 varð Jórunn fyrir því
slysi að beinbrotna og leiddi það til
sjúkrahússdvalar í Reykjavík og síðan
á Selfossi um nokkurra mánaða skeið.
Aftur komst hún á Kirkjuhvol þar sem
hún naut umhyggju og umönnunar
síðustu mánuðina sem hún lifði. Hún
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi,
sem áður sagði, og var útför hennar
gerð frá Breiðabólsstaðarkirkju hinn
lO.júní1995.
(Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson á
Breiðabólsstað)
Júlía Guðjónsdóttir, Þingskálum,
Rangárvöllum
Júlía Guðjónsdóttir var fædd 7. júlí
1902 í Nefsholti í Holtum, fjórða af 8
börnum hjónanna Guðjóns Jónssonar
og Sólveigar Magnúsdóttur, er þar
bjuggu. Eldri voru þau Benedikt,
Þuríður og Málfríður, og hin yngri voru
andvana drengur, Halldóra, Eyfríður og
Páll. Af þeim lifa nú tvær yngstu syst-
urnar, Halldóra og Eyfríður, sem báðar
eru búsettar í Reykjavík.
Þessi stóri hópur ólst upp við glað-
værð og samhcldni heima í Nefsholti,
þar sem kröpp kjör kenndu börnunum
-254-