Goðasteinn - 01.09.1996, Side 257
ANNÁLAR
nægjusemi og nýtni, og hver lærði að
taka tillit til annars. Bernskan skildi
eftir sig ljúfar minningar í huga Júlíu
og þær vöktu henni jafnan mikla gleði.
Sérstakan sess í þeim minningum
skipaði móðuramma hennar, Málfríður
Benediktsdóttir sem átti heima í Nefs-
holti, og höfðu þær bundist sterkum
böndum. Stutt var að sækja það skóla-
nám sem börnunum bauðst í þá daga,
því heimangönguskóli starfaði á kirkju-
staðnum í Marteinstungu, og lauk Júlía
fullnaðarprófi þaðan 14 ára gömul árið
1916. Löngu fyrr var hún orðin liðtæk
til snúninga og var lánuð sem létta-
stúlka á næstu bæi. Mundi hún vel er
hún var í þeim erindum í Marteins-
tungu árið 1912 og miklir jarðskjálftar
riðu yfir Suðurland. Frá unglingsaldri
var hún svo vinnukona hér og hvar á
bæjum, vetrar- og vortíma í senn en
aldrei ársmanneskja, fyrr en hún fór
alfarin að heiman 1922 er foreldrar
hennar brugðu búi og Benedikt sonur
þeirra tók við. Þá réðst hún sem vinnu-
kona að Reynifelli á Rangárvöllum
næstu tvö árin. Þar kynntist hún
mannsefni sínu, Sigurði Eiríkssyni,
sem fæddur var að Árbæ á Rangár-
völlum, en alinn upp frá 5 ára aldri á
Keldum, þar sem foreldrar hans voru
vinnuhjú. Þau Júlía og Sigurður opin-
beruðu trúlofun sína 4. maí 1924. Sama
vor hafði hún vistaskipti og dvaldi
næstu 2 árin á Stórólfshvoli í Hvol-
hreppi, uns þau Sigurður fluttust að
Þingskálum vorið 1926. Þau gengu í
hjónaband 22. júlí þá um sumarið, og
bjuggu æ síðan á Þingskálum. Með
Dánir
þeim fluttust þangað foreldrar hans,
Eiríkur Jónsson og Halla Ingimundar-
dóttir, sem vörðu þar ævikvöldinu í
umhyggjusömu skjóli sonar síns og
tengdadóttur.
Bú þeirra Júlíu og Sigurðar á Þing-
skálum varð hvorki stórt í sniðum né
ríkmannlegt, og framan af bjuggu þau
við nokkra fátækt. Verklag þeirra var
mótað af starfsháttum íslenskra bænda
í þúsund ár, og þau sóttust lítið eftir
nýjungum í þeim efnum. En þau lögðu
fulla alúð við öll sín störf og sinntu vel
því sem þeim var trúað fyrir. Verka-
hringur Júlíu hverfðist um annir hús-
freyjunnar, og hún gekk að hverju
verki sem vinna þurfti innan dyra sem
utan. Við heyannirnar féll henni betur
að slá með orfi og ljá heldur en að
raka, sem var fremur fátítt um konur í
þá daga. Hún var mikill dýravinur, og
annaðist allt sem lífsanda dró, bæði
menn og skepnur af sömu umhyggju-
semi, og kostaði mjög kapps um að
engan skorti neitt til nauðsynlegs
viðurværis. Þannig voru starfsannir
hennar sönn þjónusta blandin ást og
djúpri virðingu fyrir lífinu.
Þeim hjónum varð auðið fjögurra
barna: Elst var Málfríður, sem dó
tveggja daga gömul í nóvember 1927,
þá Ingólfur, búandi á Þingskálum,
Valgeir fræðimaður lést í febrúar 1994,
og yngst er Sólveig, sem býr í félagi
við Ingólf bróður sinn á Þingskálum.
Júlía missti Sigurð, bónda sinn, hinn
15. apríl árið 1973.
Júlía var djúpgreind kona og athug-
ul og næm á þá hluti sem máli skiptu.
Goðasteinn 1996
-255-