Goðasteinn - 01.09.1996, Qupperneq 258
Goðasteinn 1996
Dánir
ANNÁLAR
Allan fróðleik sem henni var kostur á,
nanr hún af miklum áhuga, og las
mikið alla ævi. Passíusálmar séra
Hallgríms Péturssonar, eitthvert dýrasta
djásn kristinnar þjóðmenningar okkar
Islendinga, voru henni hjartfólgnir,
enda kunni hún þá utan bókar. Hún átti
heila og hreina trú á frelsarann Jesúm
Krist, og kærleiksboðskapur hans átti
greiða leið að hjarta hennar, því hún
var sjálf kærleiksrík kona, ljúflynd og
jafnlynd, og lagði jafnan gott til manna
og málefna. Engu að síður hafði hún
fastmótuð viðhorf og skoðanir, sem
hún lét ekki af ef á reyndi. Hún kom þó
sínu fremur fram með hæglátri ákveðni
sinni fremur en ákefð og fyrirgangi
enda einkenndist persónuleiki hennar
og lyndiseinkunn fremur af auðmýkt
og hógværð. Júlía var söngvin og kunni
ógrynni þjóðlaga og ættjarðarlaga, sem
hún raulaði löngum fyrir munni sér og
hélt óspart að börnum sínum. Utvarps-
messur hlýddi hún reglulega á, og tók
undir sálmasönginn. Tónlistin var
þannig snar þáttur í heimilislífinu á
Þingskálum, þótt ekkert væri þar hljóð-
færið. Fá tækifæri gáfust Júlíu til ferða-
laga, en þeim mun ríkulegar naut hún
ferða sem hún tókst á hendur ásamt
börnum sínum austur í Skaftafells-
sýslur og upp í Borgarfjörð, þá kornin á
efri ár.
Júlía naut góðrar heilsu að heita
mátti alla ævi og varð sjaldan mis-
dægurt. Hún var frábærlega minnug og
hélt sinni andlegu reisn til hinstu stund-
ar. Hún dvaldi síðustu 7 vikurnar á
Dvalarheimilinu Lundi á Hellu, þar
sem hún lést hinn 15. apríl 1995, á
dánardægri Sigurðar bónda síns.
Júlía lifði hátt á 93. aldursár. Hún
stóð fyrir búi á Þingskálum óslitið frá
vorinu 1926 til ársloka 1994, eða í tæp
69 ár. Slíkt mun vera einsdæmi í henn-
ar sveit og þótt víðar væri leitað. Stór-
felldari þjóðfélagsbreytingar í íslensku
samfélagi hefur engin kynslóð lifað
eins og kynslóð Júlíu. Þegar hún fædd-
ist var hvorki sími né bíll kominn til
Islands. Þegar hún kom að Þingskálum
fyrst var eldað í gömlu hlóðaeldhúsi.
Síðar kom kolaeldavél, og loks raf-
magnið. Vatn þurfti að sækja nokkurn
spöl lengst af, og oft gat verið kalt í
litla bænum. Samt æðraðist Júlía aldrei,
og enginn heyrði hana kvarta yfir kjör-
um sínum. Hún var verðugur og ris-
mikill fulltrúi íslenskrar sveitamenn-
ingar í þúsund ár, heilsteyptur og minn-
isstæður persónuleiki þeim sem kynn-
tust henni og geyma munu arf og sögu
þessarrar aldar handa næstu öld, hinni
tuttugustu og fyrstu, sem bíður á næsta
leiti.
Júlía Guðjónsdóttir var jarðsungin
frá sóknarkirkju sinni að Keldum á
Rangárvöllum 22. apríl 1995.
(Séra Sigurður Jónsson í Odda)
Kristinn Jónsson frá Unhóli,
Þykkvabæ
Þórður Kristinn Jónsson var fæddur
að Unhóli í Þykkvabæ hinn 19. júlí árið
-256-