Goðasteinn - 01.09.1996, Page 260
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Og á þeim reit var hann alveg sannur
og heill í gegn. I því lá styrkur þessa
fáláta og einförula manns.
Kristinn átti lengst af heima á
Kirkjuvegi 8 á Selfossi, en fluttist vorið
1992 á Dvalarheimilið Lund á Hellu.
Þar lést hann hinn 18. nóvember 1995,
83 ára að aldri og var jarðsunginn frá
Hábæjarkirkju 25. nóvember.
(Séra Sigurður Jónsson í Odda)
Kristinn Kristinsson, Gíslholti,
Holtum
Kristinn var fæddur 23. febrúar
1918 á Hliðsnesi á Álftanesi, sonur
hjónanna Kristins Kristjánssonar og
Helgu Jónsdóttur. Foreldrar hans flutt-
ust að Bakka á Álftanesi þegar hann
var á fyrsta ári og bjuggu þar í 8 ár. Þá
fluttust þau að Gíslholti í Holtum þar
sem þau bjuggu æ síðan.
Þó bjarmaði fyrir nýrri og breyttari
tímum í íslensku þjóðlífi þegar Kristinn
var að alast upp, þá hóf hann um leið
og kraftar leyfðu að vinna að búinu
Dánir
með foreldrum sínum og lærði að
ganga til allra verka. Sveitin og jörðin
átti hug hans allan og starfsævinni
varði hann þar.
Eftir að móðir hans andaðist þegar
hann var 18 ára, stóðu þeir feðgarnir
saman að búinu allt þar til faðir hans
andaðist 1954.
Hann gekk að eiga eftirlifandi eigin-
konu sína Bryndísi Dyrving frá Baug-
stöðum 30. desember 1955. Stóð Bryn-
dís með manni sínum eins og klettur í
gegnum lífið. Eignuðust þau 5 börn og
3 átti hún áður, sem Kristinn gekk í
föðurstað.
Búskapurinn var ævistarf Kristins.
Hann undi á jörð sinni, sáttur við sitt
hlutskipti. Hann kunni að nýta það sem
landið gaf af sér, bjó með fé og nýtti
vötnin og silungsveiðina. Nægjusemin
sem hann lærði í æsku, þegar ekki var
alltaf mikið umleikis, entist honum
ævilangt. Lífsgæðakapphlaup og lífs-
græðgi nútímans var honum fjarri
skapi. Það sem honum þótti eftirsókn-
arvert, var alúð við það sem hann tók
sér fyrir hendur og kunni að greina
kjarnann frá hisminu. Hann var verk-
maður ágætur, greiðvikinn og gott til
hans að leita. Hann var góður heimilis-
faðir og umhyggjusamur, rólyndur að
eðlisfari, en þó glaður í viðmóti. Hann
var hreinn og beinn í framkomu, áreið-
anlegur og staðfastur og vildi í engu
bregðast því er honum var trúað fyrir.
Góður var hann heim að sækja og
gestrisnin þeim hjónum báðum eðlis-
læg. Hann var músíkalskur og meðal
þess kærasta sem hann vissi voru
-258-