Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 261
ANNÁLAR
stundirnar, þegar hann settist með
harmonikkuna í fanginu og spilaði af
fingrum fram.
Fyrir um 4 árum fékk Kristinn heila-
blóðfall og komst ekki til heilsu á ný. I
veikindum hans stóð Bryndís við hlið
hans og annaðist hann af alúð og um-
hyggju. Kristinn andaðist 25. apríl
1995 og jarðsunginn í Hagakirkjugarði
6. maí.
(Séra Halldóra J. Þorvarðardóttir í
Fellsmúla)
, Kristín Jóhannsdgttir frá
Ásmundarstöðum, Ásahreppi
Kristín Jóhannsdóttir fæddist í
Reykjavík hinn 4. mars árið 1943, þrið-
ja af sex börnum hjónanna Jóhanns
Sigurðssonar, sem lifir dóttur sína, og
Nönnu Jónsdóttur, sem er látin. Aður
en Kristín fæddist höfðu þau Jóhann og
Nanna eignast tvo drengi, Guðna og
Garðar sem dóu báðir kornabörn, en
síðar fæddust þeim þrír synir sem allir
eru á lífi; Sigurður Garðar, Jón Agúst
Dánir
og Gunnar Andrés. Kristín átti frá
ungum aldri heirna í Vogahverfinu í
Reykjavík, er foreldrar hennar reistu
sér hús að Nökkvavogi 46, og þar stóð
heimili þeirra lengi síðan. Vogarnir
voru þá sem óðast að byggjast, og sem
von var ríkti þar andblær samkenndar
og lífsorku hjá hinum nýju landnem-
um, jafnt börnum sem fullorðnum. A
þessum glaðværu æskudögum bast
Kristín mörgum félögum sínum traust-
um böndum tryggðar og vináttu sem
aldrei rofnuðu, og þessi ár urðu henni
ótæmandi uppspretta gleðiríkra minn-
inga. Sem barn gekk hún í Langholts-
skóla og lauk 16 ára gömul gagn-
fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar. Frá barnæsku fram til full-
orðinsára gegndu íþróttir mikilvægu
hlutverki í lífi Kristínar, einkum hand-
knattleikur, sem hún æfði af miklu
kappi sem unglingur, fyrst með Ár-
manni en síðar með Fram, og fyrir tví-
tugt hafði hún náð þeim árangri að vera
valin í landslið Islands í meistaraflokki.
Að loknu gagnfræðaprófi hóf
Kristín að vinna fyrir sér sjálf, fyrst hjá
Máli og menningu og síðan og lengur
hjá vátryggingafélaginu Sjóvá. Straum-
hvörf urðu í lífi hennar árið 1970, en
hinn 30. maí það ár gekk hún að eiga
David Jack Husted frá Virginíufylki í
Bandaríkjunum, en hann gegndi þá
herþjónustu á Keflavíkurflugvelli.
Fluttust þau þá þegar vestur um haf en
komu heim ári síðar og bjuggu hér í
tvö ár, uns þau fóru á ný til Banda-
ríkjanna þar sem þau áttu heima næstu
4 árin, frá 1973-1977. Þá kom Kristín
Goðasteinn 1996
-259-