Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 262
ANNALAR
Goðasteinn 1996
alkomin aftur til íslands, og fluttist
fjölskyldan að Asmundarstöðum, þar
sem foreldrar og bræður Kristínar
bjuggu ásamt fjölskyldum sínum.
Störfuðu þau hjónin við Asmundar-
staðabúið næstu tvö árin, en slitu sam-
vistir árið 1979, og fluttist David þá
aftur til Bandaríkjanna. Þeim varð auð-
ið þriggja dætra, en þær eru Nanna
Reneé, Dakri Irene, sem er heitbundin
og býr með Ingibergi Ingvarssyni, og
Kristín Dana.
Kristín bjó áfram næstu 10 árin með
dætrum sínum á Asmundarstöðum eftir
skilnað þeirra Davids, og annaðist
mötuneyti starfsmanna þar lengst af.
Hún undi hag sínum vel í Rangárþingi,
enda liggja rætur hennar hér í héraðinu.
A Asmundarstöðum ræktaði hún
fallegan garð, og lagði einnig gjörva
hönd á plóg við að planta skjólbelti við
Kálfholtskirkju. Dæturnar þrjár voru þó
hennar mesta líf og yndi, og þeim
helgaði hún krafta sína og kærleika, og
áttu þær í henni hollvin og félaga, sem
vinir þeirra fengu einnig að njóta, en
fyrir þeim öllum stóð heimili hennar
jafn opið og hennar nánustu ástvinum.
Árið 1989 fluttust þær mæðgur til
Reykjavíkur og settust að í Bláhömrum
9 þar í borg, og þar átti Kristín heima
síðan. Hóf hún þá að reka skóverslanir
í félagi við mágkonur sínar, Vigdísi og
Nönnu Björgu, og starfaði við þann
rekstur til dauðadags.
Kristín lést af völdum krabbameins
á Landsspítalanum í Reykjavík 26.
september 1995, 52 ára gömul. Útför
Dánir
hennar var gerð frá Kálfholtskirkju 30.
september.
(Séra Sigurður Jónsson í Odda)
Oddný Jóhanna Benónýsdóttir
Eyvindarmúla
Oddný Jóhanna Benónýsdóttir var
fædd í Vestmannaeyjum 26. júlí 1939
og lést í Reykjavík 28. júlí 1995.
Foreldrar hennar voru hjónin Katrín
Sigurðardóttir frá Þinghól í Hvolhreppi
og Benóný Friðriksson skipstjóri í Gröf
í Vestmannaeyjum. Var Oddný fjórða í
röð átta barna þeirra hjóna en þau voru
auk Oddnýjar talin í aldursröð: Sævar,
Sigríður Jóna, Sjöfn Kolbrún, Friðrik
Gissur, Benóný, Sigurður Grétar og
Svanhildur. Oddný ólst því upp í stórri
fjölskyldu, sjómannsfjölskyldu, þar
sem lífið mótaðist af kappsfullri
sjósókn og vinnusemi, erli og önn hins
iðandi athafnalífs í Vestmannaeyjum
þegar bátaflotinn var stór og aflabrögð
-260-