Goðasteinn - 01.09.1996, Page 263
ANNÁLAR Goðasteinn 1996 Dánir
án takmarkana. Hún lauk gagnfræða-
prófi og vann í fiski eins og aðrir ungl-
ingar í Eyjum og þótti snemma tápmik-
il og hörkudugleg. Hún fór líka ung á
sjóinn með föður sínum, var m.a. kokk-
ur á síld á bátnum hans, Gullborgu, og
hafði yndi af sjósókninni. Hún vann
einnig all lengi hjá Sigmundi Andrés-
syni bakara og eitt sumar var hún
kaupakona í Seljatungu í Flóa og voru
það fyrstu kynni hennar af sveitalífinu.
En hún átti eftir að kynnast því betur.
Ungur bóndasonur, Jón Þórðarson á
Eyvindarmúla réðist í skiprúm hjá föð-
ur Oddnýjar. Þau felldu hugi saman og
stofnuðu eigið heimili og fjölskyldu.
Bjuggu þau fyrst 2 ár í Eyjum, giftu sig
þar og eignuðust fyrsta barn sitt 1964.
Árið 1965 fluttu þau Oddný og Jón
nreð son sinn Þórð að Eyvindarmúla og
tóku þar við búi af foreldrum Jóns.
Eyvindarmúli er fögur kostajörð, setur
höfðingja og kirkjustaður frá fyrri tíð.
Þar hefur sama ættin búið samfellt í
rúm 470 ár. Með komu ungu hjónanna
hófst þar enn nýtl blómaskeið, ræktun
var aukin, búið stækkað og nryndarleg
útihús byggð. Oddný tók einnig virkan
þátt í félagsmálum, var lengi formaður
Kvenfélags Fljótshlíðar og um árabil
söng hún í Kirkjukór Fljótshlíðar. Þau
hjónin eignuðust 4 börn: Þórð, Jó-
hönnu, Njólu og Benóný. Barnabörnin
eru átta. Síðustu árin, eftir að Oddný
veiktist, var búskaparháttum breytt og
komu þau hjónin þá upp aðstöðu til fer-
ðamannaþjónustu, þar sem áhugi og
dugnaður Oddnýjar fékk enn að njóta
sín.
Oddný hélt ávallt mikilli tryggð við
uppruna sinn í Eyjum og við fólkið sitt
þar og fór oft að vitja sinna æsku-
stöðva. Ekki síst eftir að hún lærði flug
hjá nágranna sínum Árna í Múlakoti.
Hafði hún réttindi einkaflugmanns og
mörg hundruð flugtíma að baki. Birtist
í þessu sem öðru það áræði og sú at-
orka sem henni var svo ríkulega gefin.
Gestkvæmt var jafnan á Múla og
höfðinglegar móttökur þeirra hjóna við
þá sem að garði bar. Þess fengu og
fjallmenn að njóta á haustin áður en
lagt var inn á afréttinn.
Oddný veiktist alvarlega árið 1983
og gekkst undir erfiðar aðgerðir til
lækninga, sem um skeið virtust hafa
heppnast. Gafst henni þá um nokkur ár
allgóð heilsa og lífsþróttur hennar
virtist ætla að hafa sigur. En árið 1992
veiktist hún aftur og eftir um þriggja
ára hetjulega baráttu voru úrslit ráðin.
Hún lést tveimur dögum eftir 56 ára
afmæli sitt á krabbameinslækninga-
deild Landspítalans í Reykjavík og var
útför hennar gerð frá Hlíðarendakirkju
hinn 3. ágúst 1995.
(Si: Sváfnir Sveinbjarnarson á
Breiðabólsstað)
/
Ragnhildur Asta Guðmundsdóttir,
Götu, Hvolhreppi
Ragnhildur Ásta Guðmundsdóttir
fæddist hinn 30. ágúst 1911 í Lamb-
haga í Vestmannaeyjum. Foreldrar
hennar voru hjónin Guðmundur Guð-
mundsson sjómaður frá Seli í Austur-
-261-