Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 265
ANNALAR
Goðasteinn 1996
ljósmæðra á Suðurlandi lið eftir því
sem tök voru á.
Þeim Ragnhildi og Jóni varð auðið
fjögurra barna: Elst er Ástríður, búsett í
Grindavík, gift Guðmundi Snorra
Guðmundssyni; Bjarghildur býr einnig
í Grindavík, gift Helga Einarssyni;
Ásgeir Vöggur, sem dó tæpra 11 ára
árið 1961; og yngstur er Guðni Vignir,
búsettur í Garðabæ og kvæntur Þórunni
Birnu Björgvinsdóttur. Einnig ólu þau
hjónin upp dótturson sinn, Omar Jón
Árnason, senr var þeim mikil stoð og
stytta í búskapnum seinni árin. Alls eru
barnabörnin 13 talsins og langömmu-
börnin 3.
Jón, mann sinn, missti Ragnhildur
hinn 10. september 1991. Það var ekki
eina áfalliö sem hún varð fyrir það ár,
því snemma árs hafði hún lamast að
nokkru í kjölfar heilablóðfalls. Dvaldi
hún á Sjúkrahúsi Suðurlands um skeið,
en síðan á Ljósheimum á Selfossi til
1994, er hún fluttist til Grindavíkur, þar
sem hún fékk inni á hjúkrunardeild
dvalarheimilisins Víðihlíðar þar í bæ.
Þar lést hún hinn 17. mars 1995 á 84.
aldursári. Var útför hennar gerð að
Stórólfshvoli 25. mars.
(Séra Sigurður Jónsson í Odda)
Sigríður Tómasdóttir, Lyngási, Holta-
og Landsveit
Sigríður Tómasdóttir fæddist að
Hamrahóli í Ásahreppi 24. júlí árið
1911. Foreldrar hennar voru hjónin
Tómas Þórðarson, bóndi þar og kona
hans Guðríður Ingimundardóttir.
Sigríður var fimmta af 7 börnum
þeirra; eldri voru systurnar Borghildur,
Ragnheiður, Guðrún og Rósa, en yngri
bræðurnir, Þórður og Sigurður. Guð-
ríður móðir þeirra dó þegar Sigríður
var 5 ára gömul, og síðar kvæntist faðir
hennar á ný Jórunni Olafsdóttur, og
varð þeim auðið tveggja barna, Guð-
jóns og Guðrúnar.
Eftir lát móður sinnar fóstraðist
Sigríður að Snjallsteinshöfða fáein ár,
en fór þaðan að Kálfholti þar sem hún
dvaldi að mestu fram á unglingsár. Þar
vandist hún mikilli vinnu, sem löngum
varð hennar hlutskipti, en 16 ára gömul
fór hún í vist til Reykjavíkur og þaðan
fáum árum síðar til Vestmannaeyja. Þar
lágu saman leiðir þeirra Sveinbjarnar
Júlíusar Stefánssonar frá Bjólu. Þau
gengu í hjónaband 20. júlí 1936 og
settust að í Reykjavík. Að Lyngási í
Holtum fluttust þau árið 1940 og hófu
búskap, sem varð ævistarf þeirra, en
ásamt með búskapnum sótti Sveinbjörn
vinnu af bæ lengst af. Börnin þeirra
urðu 8 talsins: Þau eru Ásbjörn Þórir,
kvæntur Rosmary Vilhjálmsdóttur. Þau
-263-