Goðasteinn - 01.09.1996, Page 266
Goðasteinn 1996
ANNÁLAR
búa á Lyngási. Kristín Guðríður
Höbbý, gift Magnúsi G. Jenssyni, og
búa þau í Reykjavík. Eygló er látin.
Bergur er kvæntur Pálínu Kristins-
dóttur og búa þau að Lyngási, eins og
Anna, sem gift er Birni Jóhannssyni.
Aslaug er gift Ragnari Hafliðasyni og
eru þau búsett í Mosfellsbæ. Svein-
björn er kvæntur Hönnu Soffíu Jóns-
dóttur, en þau eiga heima á Dalvík, og
yngstur er Sighvatur, sem kvæntur er
Báru Guðnadóttur og búa þau á Lyng-
ási. Öll eiga þau systkinin sem á lífi
eru, afkomendur, en barnabörnin eru
38, þar af 37 á lífi, og langömmubörnin
eru 35. Allan þennan hóp elskaði
Sigríður af heitu hjarta, og fylgdist með
vexti og þroska hvers og eins eftir því
sem kostur var á. Mörg þeirra voru
löngum innan seilingar hennar heima á
Lyngási, en þau sem fjær bjuggu áttu
vísan griða- og dvalarstað hjá ömmu
og afa á sumrin.
Sigríður missti Sveinbjörn mann
sinn sumarið 1990, og fyrr á því sama
ári missti hún Eygló dóttur sína. Henni
þótti því tekið að fjúka í skjólin við
slíkan missi, og smám saman dvínaði
heilsa hennar. 1994 lluttist hún á Dval-
arheimilið Lund á Hellu, þar sem hún
átti heima síðan, og naut góðrar að-
hlynningar og umhyggju. Þar lést hún
25. október 1995, 84 ára að aldri. Hún
var jarðsungin frá sóknarkirkju sinni í
Arbæ hinn 4. nóvember.
(Séra Sigurður Jónsson í Oclda)
Dánir
Sigrún fylagnúsdóttir
frá Árnagerði
Guðríður Sigrún Magnúsdóttir var
fædd á Efri-Þverá í Fljótshlíð 7. sept.
1923 og lést í Garðabæ 26. des. 1995.
Foreldrar hennar voru hjónin Jónína
Sigríður Jensdóttir frá Arnagerði og
Magnús Steinsson frá Bjargarkoti, sem
bjuggu fyrstu búskaparár sín á Efri-
Þverá en fluttu að Árnagerði árið 1927.
Sigrún var elst barna þeirra en hin
eru í aldursröð: Hulda Sólveig d. 6. maí
1996, Steinar, Eiður, Guðrún og Jenný,
d. 13. nóv. 1987.
Sigrún ólst upp hjá foreldrum sínum
í Árnagerði. Tæplega tvítug missti hún
föður sinn en móðir hennar bjó áfram
með aðstoð barna sinna. Sigrún var og
við störf í Reykjavík að vetrinum og
kynntist þar mannsefni sínu Sigurði G.
Halldórssyni sem þá var við nám í raf-
magnsverkfræði. Giftu þau sig í
Breiðabólsstaðarkirkju á jóladag 1946.
Sigrún bjó um skeið í Bandaríkjunum
með manni sínum, en hann lauk nárni
þar árið 1948. Eftir að þau komu heim
bjuggu þau um 20 ára skeið í Reykja-
-264-