Goðasteinn - 01.09.1996, Page 267
ANNALAR
Goðasteinn 1996
vík en síðan í Garðabæ að Mávanesi
11, þar sem heimili þeirra stóð lengst.
Börn þeirra Sigrúnar og Sigurðar
eru í aldursröð: Magnús, Halldór, Sig-
rún, Svava og Sigurður. Barnabörn
þeirra hjóna eru 10 talsins.
Heimili þeirra hjóna var með mikl-
um myndar- og menningarbrag og bar
vitni um alúð og umhyggju húsmóður-
innar, sem einnig var þekkt að hjálp-
semi við aðra og gædd dýrmætum hæf-
ileikum til að létta öðrum sporin með
glaðlyndi sínu og uppörvandi viðmóti.
Sigrún ferðaðist mikið með manni
sínum, einkum eftir að börnin komust
upp, og naut þess að kynnast siðum og
háttum annarra menningarsvæða víða
um lönd og álfur. Samt voru ræturnar
sterkar og römm sú taug, sem tengdi
hana við átthaga í Fljótshlíðinni.
Hún átti um skeið við alvarlegan
sjúkdóm að stríða og gekkst undir
erfiða læknisaðgerð fyrir 12 árum, sem
heppnaðist svo vel að henni gafst góð
heilsa á ný. En í ársbyrjun 1995 veikt-
ist hún aftur svo að ekki varð við ráðið
þrátt fyrir lífsvilja hennar og hetjulega
baráttu. Eftir að hafa dvalist á sjúkra-
húsi um skeið, var henni að eigin ósk
leyft að vera heima síðustu mánuðina
sem hún lifði. Naut hún þar frábærrar
hjúkrunar og umhyggju manns síns
með góðri aðstoð frá heimahjúkrun
Krabbameinsfélagsins.
Sigrún lést á heimili sínu í Garðabæ
á annan dag jóla og var hún jarðsungin
á Breiðabólsstað 29. des. 1995.
(Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson á
Breiðabólsstað)
Dánir
Sigvarður Haraldsson, Borgarsandi 4,
Hellu
Sigvarður Haraldsson fæddist í
Reykjavík hinn 10. mars árið 1955,
sonur hjónanna Guðmundar Haraldar
Eyjólfssonar, bónda á Heiðarbrún í
Holtum, sem lést 1983, og Ingveldar
Jónsdóttur frá Hasta í Norður-Noregi,
en hún lifir son sinn, og er búsett á
Hellu. Alsystir Sigvarðar er Helga, sem
býr í Svíþjóð, og hálfbræður hans,
samfeðra, eru þeir Eyjólfur
Guðmundsson, búsettur í Reykjavík,
og Gunnar B. Guðmundsson, til heim-
ilis á Hellu.
Sigvarður ólst upp á Heiðarbrún, og
vandist þar hefðbundnum sveitastörf-
um. Barnaskólanám sitt hlaut hann í
Laugalandsskóla, en fór ungur til vinnu
út af heimilinu. Hann starfaði um tíma
við lagningu háspennulínu ofan af
hálendi til höfuðborgarsvæðisins, og
fór þrisvar á vertíð til Þorlákshafnar.
Vélar og tæki vöktu snemma áhuga
hans, og á þeim vettvangi fann hann
-265-