Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 268
ANNALAR
Goðasteinn 1996
sig vel. Hann aflaði sér staðgóðrar
þekkingar á því sviði með áralangri
starfsreynslu víða, og í krafti hennar
hlaut hann í fyllingu tímans réttindi
sem bifvélavirki. Hann vann að þeirri
iðn hjá Bílaleigu Kópavogs um skeið,
og síðar á verkstæði Kaupfélagsins
Þórs á Hellu. Hjólbarðaverkstæði rak
hann á Hellu um tíma, en snen sér síð-
ar að bílaréttingum og sprautun og
starfrækti röskan síðasta áratuginn
eigið bílasprautunarverkstæði þar í
þorpinu, allt til dauðadags. Hann hafði
ríkan starfsmetnað og lagði kapp á að
vanda verk sín af kostgæfni. Þeir eðlis-
þættir hans komu líka glöggt fram í
umhyggju hans fyrir fjölskyldu sinni,
en á þeim reit lá hans mesta gæfa og
lífshamingja. Hann hóf sambúð í
Kópavogi árið 1977 með heitkonu
sinni, Dýrfinnu Kristjánsdóttur frá
Hellu, dóttur hjónanna Dýrfinnu Óskar
Andrésdóttur frá Vatnsdal í Fljótshlíð,
sem lést árið 1965, og Kristjáns Jóns-
sonar frá Blönduhlíð í Hörðudal í
Dölum vestur, nú pakkhússtjóra Hafn-
ar-Þríhyrnings á Hellu. Seinni kona
Kristjáns og stjúpa Dýrfinnu er Edda
Björk Þorsteinsdóttir. Sigvarður og
Dýrfinna áttu heima á Hellu frá árinu
1980, síðustu 12 árin að Borgarsandi 4,
þar sem þau bjuggu sér fallegt og vist-
legt heimili. Börnin þeirra urðu þrjú,
Ingi Freyr, Atli Snær og Dýrfinna Ósk,
öll mikil efnisbörn og vel af Guði gerð,
eins og líka dóttirin Sigríður Sigyn,
elsta barn Sigvarðar, sem ólst upp hjá
móður sinni, Önnu Gunnarsdóttur.
Börnum sínum var Sigvarður alla tíð
Dánir
ástríkur og ráðhollur faðir, og fylgdist
hann grannt með velferð þeirra og við-
fangsefnum. Aldraðri móður sinni
reyndist hann góður sonur.
Sigvarður var fremur dulur maður
að eðlisfari, hæglátur í fasi og fram-
göngu, og bar viðhorf sín og skoðanir
ekki á torg. Hinu sama gegndi um hans
eigin hag og líðan, sem hann var fátal-
aður um. Hann var manna fyrstur að
rétta öðrum hjálparhönd þar sem með
þurfti, sinnugur og greiðasamur.
Félagsstörfum sinnti hann fáum, en var
liðsmaður í slökkviliðinu á Hellu í
nokkur ár og tvo vetur í stjórn For-
eldrafélags Grunnskólans.
Sigvarður lést í umferðarslysi á
Skeiðavegi í Arnessýslu hinn 9. októ-
ber 1995, aðeins fertugur að aldri. Var
hann jarðsetlur að Odda 14. október.
(Séra Sigurður Jónsson í Odda)
Sæmundur Sæmundsson, Skarði á
Landi
Sæmundur var fæddur 26. nóvem-
ber 1908 að Lækjarbotnum á Landi,
266-