Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 270
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Neðri-Sumarliðabæ í Ásahreppi, en
fluttu sex árum síðar að Voðmúla-
stöðum í Austur-Landeyjum. Yngri
systur Þóris eru Inga Kristín, sem
búsett er í Reykjavík og Guðlaug Björk
sem býr á Hvolsvelli, en eldri samfeðra
hálfsystir hans er Helga, búsett á
Birnustöðum á Skeiðum.
Þórir var bráðger og skýr sem barn,
ákveðinn og athugull. Þeir eiginleikar
prýddu hann alla ævi, og nýltust hon-
um vel í störfum og námi frá ungum
aldri. Hann sótti grunnskóla að
Gunnarshólma og gekk síðar í Hvols-
skóla. Þaðan hélt hann til náms á
Laugarvatni, lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum vorið 1986, og
íþróttakennaraprófi frá íþróttakenn-
araskóla Islands tveimur árum síðar.
Það sama vor fluttist hann til Akur-
eyrar ásamt unnustu sinni og skólasyst-
ur úr Iþróttakennaraskólanum, Önnu
Maríu Guðmann, dóttur hjónanna
Auðar Þórhallsdóttur og Isaks Guð-
mann sem búsett eru á Akureyri. Þeim
bast hann traustum böndum þegar í
upphafi og féll brátt vel inn í fjölskyld-
una. Þórir Jón og Anna María gengu í
Dánir
hjónaband hinn 11. ágúst 1990, og
bjuggu lengst af í Helgamagrastræti 43,
við mikla hamingju og farsæld. Þórir
Jón starfaði í Landsbankanum næstu ár,
en þjálfaði einnig og lék körfubolta
með Iþróttafélaginu Þór. Hans gamla
heimasveit í Austur-Landeyjum seiddi
hug hans löngum, því þar dvaldi hann í
sumarleyfum sínum jafnan og lagði
gjörva hönd á bústörfin.
Þórir Jón kenndi banameins síns,
krabbameinsins, seint á árinu 1994.
Hann lét þó engan bilbug á sér finna og
hélt sínu striki, þrátt fyrir erfiðan upp-
skurð vorið eftir, og lauk prófi í rekstr-
arfræði frá Háskólanum á Akureyri.
Hinn 18. júní 1995 fæddist þeim Önnu
Maríu frumburðurinn og sólargeislinn
Þórey Lísa, sem hann hélt sjálfur undir
skírn í Voðmúlastaðakapellu seinna um
sumarið. Voru þau þá flutt búferlum að
Voðmúlastöðum og tekin til við að
reisa nýtt íbúðarhús í félagi við þau
Sæbjörgu og Guðlaug, foreldra hans, í
samræmi við þá ákvörðun að gerast
þátttakendur í búrekstri þeirra. Þverr-
andi heilsa Þóris kom í veg fyrir að af
því yrði, en húsið reis allt að einu og
þar settust þau að í septemberlok. Þess
fékk hann notið síðustu vikurnar, við
frábæra umönnun konu sinnar, sem
sinnti honum af miklu ástríki uns yfir
lauk. Þórir Jón lést á heimili sínu að
morgni hins 14. desember, aðeins tæp-
lega 29 ára að aldri. Hann var jarð-
sunginn frá Voðmúlastaðakapellu 21.
desember 1995.
(Séra Sigurður Jónsson í Odda)
-268-