Víðförli - 01.03.1947, Síða 9
HORFT ÚT í IIEIM
nauðsyn þess að gæta hófstillingar í hefndaraðgerðum og jafn-
framt komið upp víðtækri hjálparstarfsemi handa illa leiknum
systurkirkjum meginlandsins, hernumdu landanna og Þýzka-
lands. Samband komst á við kirkju Þýzkalands strax að lok-
inni styrjöld. Niemölier var í Ameríku í vetur fyrir jól. Mikil
ábyrgð hvílir á kristni hinna engilsaxnesku þjóða. Anglikanska
kirkjan er af ýmsum ástæðum sjálfkjörin til forystu í alheims-
hreyfingu. kirkjunnar (ökumenísku hreyfingunni). Hún missti
mikið, og þar með kristnin öl'l, þegar William Temple erki-
biskup féll frá. Hann var mikill foringi, reyndur að vitsmun-
um, víðsýni og alvöru.
Lútherska kirkjan. Ekki hefur önnur kirkjudeild fengið harð-
ar að kenna á illsku tímanna en lútherska kirkjan Heimaland
hennar, Þýzkaland, er í rústum og lamað um ófyrirséða framtíð.
Þýzka kirkjan var illa útleikin í stríðsbyrjun fyrir tilverknað
■nazismans. Þó er annað verra en hvort tveggja þetta. Alvarleg-
asta áfall þýzkrar, evangelískrar kristni er það, að hún var ekki
einhuga og hviklaus í andstöðu sinni við nazismann. Þegar eftir
valdatöku Hitlers efldist flokkur „kvislinga“ innan hennar, hinir
s. n. „Þýzk-kristnu“, sem sviku kristinn málstað, vörpuðu öll-
um „játningum“ og „kreddum“ á hauginn, en gleyptu heiðin
viðhorf, kynþáttakenningar, „blóðs og moldar“ óra og Hitlers-
dýrkun. I þetta lið gengu ýmsir háskólamenn og „sönnuðu" með
þýzkri nákvæmni, að þetta og annað þvílíkt væri einmitt „nýj-
asta nýtt“ í guðfræðinni og notuðu nafn Lúthers óspart til bún-
ingsbóta. Þessi firn eiga langan aðdraganda í margra ára upp-
lausn þýzkrar háskólaguðfræði. Það hafði lengi verið talin góð
latína að sveigja fyrir „straumum“ samtímans og telja fast-
heldni við miðlæg, kristin sjónarmið þröngsýni eina og ofstæki.
Slíkt fer ekki vel, þegar á reynir, þótt það þyki snoturt klæða-
snið í logni. Uppgjöf og slyttisháttur þessara þýzku kirkju-
manna var ekki vonum verri. Svo hlaut lauslyndinu að fara.
Og þótt þessi svikaafstaða væri studd falsaðri túlkun á Lúther.
þá var það aðeins samskonar kúnstir og menn hafa oftar en