Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 11

Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 11
MÖRFT ÚT í HEIM 9 Á nœstu gr'ósum. Dæmi norsku og dönsku kirkjunnar sýna, að fjarri fer því, að lútherskir menn hljóti að umbera hverskyns ranglæti, aðeins ef það er framið af „yfirvaldi“. Og norska kirkj- an sótti þau vopn, sem bezt bitu, einmitt í forðabúr Lúthers. Þeir, sem vilja kynnast því nánar, ættu að lesa erindi Berggravs biskups (prentað í lok bókar hans „Staten og mennesket“, Oslo 1945), sem hann flutti norskum prestum 1941 og síðan var dreift leynilega út um allan Noreg. Berggrav sýnir þar fram á, hvað Lúther telur að gera skuli, þegar „ekillinn er orðinn vit!aus“. Farþegarnir skulu þá taka taumana af honum, þótt það kosti slag. Að umlíða pólitíska glæpsemi er að gera sig samsekan henni, svíkja Guð, þjóna satan. Kirkjur Norðurlanda hafa lifað einhverja merkilegustu tíma sögu sinnar. Þar eru nú sterkustu vígi lútherskrar kristni. Þetta hefti Víðförla flytur grein um norsku kirkjuna. stríðs- árin. Næsta hefti mun flytja grein um dönsku kirkjuna eftir sr. Sigurð Guðmundsson, sem dvalizt heíur í Danmörku í vetur. Nú er verið að undirbúa alþjóðlegt kirkjuþing, er halda skal á næsta ári í Amsterdam. Nefndir og ráðstefnur hafa til með- ferðar hin margþættu viðfangsefni, sem þingið skal ræða. í byrjun þessa árs voru 20—30 fulltrúar ýmissa kirkjudeilda á ráðstefnu í Bossey við Genf og ræddu um „félagslegan og póli- tískan boðskap Biblíunnar“. Þarna voru forystumenn í guð- fræði frá Danmörku, Þýzkalandi, Englandi, Frakklandi, Hol- landi, Noregi, Svíþjóð, Sviss, Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi og Bandaríkjunum. Allir voru þeir á einu máli um, að boðskap- ur Biblíunnar sé lausnin á knýjandi vandamálum samtímans og að í túlkun hans beri að varast bæði einsýnan orðhengilshátt og „liberala“ útþynning. Umræður snerust allmikið um kenn- ingu Lúthers um „valdsviðin“ tvö og lét Leiv Aalen frá Safn- aðatháskólanum í Osló mjög til sín taka það mál, en mest munaði um „hinn frábæra fulltrúa sænskrar, lútherskrar guð- fræði, próf. A Nygren“, að því er Ökumenischer Pressedienst hermir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.