Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 16

Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 16
14 VÍÐFÖRLI hið eilífa líf ókeypis með öllu, höfum hvort sem er ekkert, sem gildi til greiðslu fyrir það. Það er kærleikur Guðs, að vér skulum kallast Guðs börn, Guðs náð að geta tilein'kað sér þetta, Guðs gjöf að lifa og' deyja og rísa upp samkvæmt því. Svo er annað: Þau verk, sem rómverska kirkjan talaði mest um, voru að skilningi Lúthers alls engin góðverk. Þau höfðu ekkert siðrænt gildi. Iívað er góðverk? Mælikvarði Lúthers á það var sá, hvort verkið miðaði að því að verða náunganum til gagns og blessunar. En það varð ekki sagt um sjálfspíslir yfir- bótaverkanna, vökur og barsmíðar, föstur og endalausar göng- ur til helgra staða. Slík voru þau verk, sem kirkjan lagði rík- asta. áherzlu á um daga Lúthers. Um þetta ræðir Lúther í jóla- ræðu á þessa leið: „Er það ekki svo, að verk Krists séu öll góð, vegna þess að þau eru gerð þér til blessunar fyrir Guðs sakir? Þú hefur því ekkert annað boð til þess að fara eftir í þjónustu þinni við Krist en það, að þú skulir stefna að því í öllum verkum þínum, að þau séu góð og gagnleg fyrir náunga þinn, eins og verk Krists eru góð og gagnleg fyrir þig . . . Af þessu geturðu séð, hve langt þá hefur borið af réttum vegi, sem bundið hafa góðverkin við steina, tré, klæðnað, mat og drykk. Hvort hjálpar það náunga þínum, þótt þú byggðir kirkju af gulli? Hvað hjálpar honum hljómur hinna mörgu og stóru klukkna? Hvað hjálpar honum skrautið í kirkjunum, messuklæði, helgir dómar, silfurlíkneskj- ur og ker? ILvað hjálpar það honum, þótt þú brennir mörgum ljósum og notir mikið reykelsi? Ileldur þú, að Guð taki slíka flónsku sem gilda mynt? Hann hefur ekki boðið þér neitt af þessu. En þegar þú sérð náunga þinn fara villt, syndga eða líða nauð á líkama, eign eða sál, þá skaltu hraða þér, láta allt ann- að víkja og hjálpa honum með öllu, sem þú ert og hefur“. Og í prédikun á sd. milli jóla og nýárs segir hann: „Ekki eru það góðverk, sem snúast um bænalestur og vissan klæðnað, heldur hin, sem gera náunganum gagn. Trúin verður að sýna sig í verki. Sá, sem ekki sýnir trú sína í verki, er engu betri en heið- ingi. Trúin án verka er ekkert, það er villutrú“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.