Víðförli - 01.03.1947, Side 19

Víðförli - 01.03.1947, Side 19
TRÚ OG VERIÍ 17 góðverk. Þ. e. þú verður að trúa, lmfa séð og reynt, hvað Guð er góður, hafa þegið hans óumræðilegu gjöf, fyrirgefninguna, hjálpræðið, sem hann hefur afre'kað þér og býður þér í Kristi. Þá fyrst eignastu þá innri auðlegð, sem bindur endi á starsýni hvata og vilja á sjálfan þig. Þú ert Guðs barn og þá fyrst bróðir mannanna. Þú veizt, að þú getur ekki tekið himininn höndum, ekki keypt þér eilíft líf. Þá fyrst ertu nógu frjáls til þess að geta þegið þetta. Sjálfhverf elting við eigin sáluhjálp er jafn óvænleg til árangurs og samskonar eltingarleikur við jarð- neska hamingju — hún flýr þann, sem eftir henni sækir en kemui' óboðin til hins, sem ekki man eftir henni, vegna þess að hann lifir fyrir eitthvað, sem hefur lífsgildi. Sá, sem sér við kross Krists, að dyrum himins hefur verið lokið upp „án allrar nrinnar verðskuldunar eða tilverknaðar“, sér, að „Kristur er fyrir oss dáinn, meðan vér enn vorum í syndum vorum“, sér hina himnesku hönd, særða af synd mannanna, fráhvarfi þeirra, kulda, dauða, blindni, fjandskap, seilast úr hæðunum og rétta fram hina óumræðilegu gjöf hverjum, sem þiggja vill, öðlast skilju'ði þeirra umskipta, sem Jóhannes lýsir svo: Vér elskuni, því að hann elskaði oss að fyrrabragði. Loks hverfur allt fyrir því eina, sem máli skiptir í tilverunni — Guði, kærleika Guðs. Þá umskapast hjarta og sál. Þá fyrst er því fræi sáð, sem getur borið ávexti hjálpsamlegrar breytni. Því skemmt tré getur ekki borið góðan ávöxt. Syndug sjálfshneigð færir ekki himn- inum ávöxt, hvernig sem hún birtist. Avextir þess hjarta, sem herpist í krarnpa um sjálft sig, eru aðeins glingur á dauðri grein. Viðjar þess þurfa að falla, það þarf að opnast fyrir Ijósi og lífi Guðs. Þá fyrst getur það borið „gott fram úr góðum sjóði“. Margt væri fleira um þetta að segja. Hér nemum vér staðar um hríð.

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.